Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Page 32

Morgunn - 01.06.1987, Page 32
skynjunar hafa að nokkru leyti komist á vitorð almennings, en fæstir vita harla lítið um þær vandvirknislegu rannsóknir, sem gerðar hafa verið á undanförnum tveim öldum. Karl von Reichenbach barón uppgötvað snemma á 19. öld að til var fólk, sem hafði óvenjulegan næmleika gagnvart veður- breytingum alveg á sama hátt og loftvog. Von Reichenbach var þekktur vísindamaður og átti að baki sér margar þýðingarmikl- ar uppgötvanir á sviði efnafræði. Hann uppgötvaði meðal annars paraffin, kreósót, hið kunna sótthreinsunarefni og pitacol, sem er efni notað í litum. Hann var manna fróðastur um loftsteina og norðurljós. Auk þess var Reichenbach mikill iðnfrömuður, og átti verksmiðju í víðátt- umiklum iðnhéruðum allt frá Dóná til Rínar. Það var hann, sem árið 1815 lét smíða hinar miklu viðarkolaofna til járn- vinnslu við Haussch og Baden. Síðar lét hann reisa miklar stál- smiðjur og málmbræðsluverksmiðjur víðs vegar um Evrópu og árið 1821 kom hann á fót hinni fyrstu sykurrófnaverksmiðju, en það jók mjög á orðstír hans í Evrópu. Það var á meðan hann fékkst við rannsóknir á norðurljósum, að hann uppgötvaði að til voru menn sem skynjuðu þegar rafs- egulstormar væru í aðsigi mörgum klukkustundum áður en þeir áttu sér stað, og hann gerði sér far um að skilja betur viðbrögð þessa fólks gagnvart veðurbreytingum. Margt af þessu fólki var einnig næmt fyrir segulsviði og skynjaði einhvers konar „út- streymi“ bæði frá seguljárni, kristöllum og fólki. Einnig sá það „geislandi orku“, streyma út frá fingurgómum manna. Nefndi Reichenbach þetta „streymiorku“, sem við í dag mundum kalla orkusvið. Áhugi Reichenbachs breyttist smám saman í alvarlegar vís- indaathuganir. Um árabil fékkst hann við þessar rannsóknir, sem beinlínis stofnuðu í hættu því vísindalega áliti, sem hann hafði áunnið sér, en hann hélt sem áður fast við þá skoðun sína að slíkar rannsóknir hefðu mikið og raunhæft gildi. Árið 1845 gaf Reichenbach út sjö rit, sem sýndi árangurinn af rannsókn- um hans og nefndust þau „Samband lífsorku við segulafl, rafmagn, ljós og hita“. Ritin vöktu ákafa gagnrýni og spott með 30 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.