Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Síða 33

Morgunn - 01.06.1987, Síða 33
al þýskra vísindamanna; einkum var það orðatiltæki hans um „lífsstreymið“ sem virtist vekja gremju þeirra. Ári síðar fékk læknirinn og efnafræðingurinn, dr. William Gregory, prófessor við Edinborgarháskóla, áhuga á rannsókn- um Reichenbachs. Lét hann gefa út í Englandi ágrip af ritum hans, og var þeim þar talsvert betur tekið en í heimalandi hans. Þegar Reichenbach hóf fyrst rannsóknir sínar á óvenjulegum hæfileikum fólks hafði skoðun hans verið sú að slíka hæfileika hefðu fyrst og fremst sjúklingar eða aðrir, sem hefðu brenglað og óstöðugt tilfinningalíf, en uppgötvaði seinna að þá mátti einnig finna meðal heilbrigðra þegna þjóðfélagsins. Reichen- bach vannst tími til að rannsaka alls yfir 300 skynnæma einstak- linga og þar af rannsakaði hann 200 þeirra mjög vandlega og samdi skýrslur um rannsóknir sínar. Um eitt hundrað þeirra töldust til virtra og menntaðra þjóðfélagsborgara. Fimmtíu voru ýmist læknar, eðlisfræðingar, efnafræðingar, stærðf- ræðingar eða heimspekingar í góðu áliti. Niðurstaðan varð sú að langtum fleira hæfileikafólk af þessu tagi var að finna á með- al gáfu- og menntafólks heldur en á meðal lægri stétta eða sjúkl- inga. Á þessu fólki gerði Reichenbach tilraunir bæði í sambandi við kristalla, segulsteina og ýmis efnasambönd. Hann komst að því að eins og á segulsteinum skynjaði það einnig jákvætt og neikvætt skaut á kristöllum og væri kristall færður niður eftir hrygg þess skynnæma, leiddi annað skautið frá sér hita, en hitt kulda. Niðurstaðan varð sú sama, þótt sá skynnæmi sæi ekki kristallinn. Væri sams konar tilraun gerð með segulstöng, skynjaði hann alltaf kulda við norðurskautið, en hita við suðurskautið. Að þessu leyti breytti það engu þótt segullinn væri ómerkur. Þegar hinir skynnæmu horfðu á segul, sáu þeir dauf ljósblik sitt við hvorn enda segulsins; blátt við norðurskautið en rautt við suðurskautið, og væri segullinn hreyfður, breyttist litur bliksins í samræmi við áttirnar. Á þessu voru gerðar margar til- raunir, og var árangurinn alltaf sá sami. Sumir skynnæmir sáu að vísu skýrari litbrigði, en blikið sáu þeir allir og einnig sömu morgunn 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.