Morgunn - 01.06.1987, Qupperneq 36
að þeir fengju að vita hver tegundin væri. Eitt sinn þegar hann
notaði sérstaka tegund af uppsölulyfi, neyddust margir stúdent-
anna til að yfirgefa salinn vegna ákafrar ógleði, sem þeir höfðu
fengið við að halda á lyfinu. Buchanan uppgötvaði þannig með-
al stúdentanna langtum fleiri með slíkan næmleika en hann
hafði órað fyrir. Hann hafði alltaf gert ráð fyrir að þessi næm-
leiki væri á einhvern hátt tengdur taugakerfinu, en aldrei tókst
honum að komast að neinni ákveðinni niðurstöðu í þessu efni.
Seinna uppgtövaði Buchana að kona hans væri gædd hlut-
skyggnihæfileika þannig, að héldi hún á hluti í hendinni, gat
hún séð atburði, sem honum voru tengdir. Eftirlýsingum að
dæma hefur gáfa hennar verið á allháu stigi og báru rannsóknir
Buchanans á hæfileikum hennar mjög góðan árangur. Því meir
sem hann sökkti sér niður í rannsóknir á þessu sviði, því meiri
varð undrun hans yfir því sem hann fann. Buchanan þurfti á
hugtaki að halda til þess að tákna þá eiginleika, sem hann
fékkst við að rannsaka og árið 1842 kom hann fram með orðið
hlutskyggni (psychometry) sem átti almennt að tákna þann
hæfileika að skynja áhrif frá eðli hluta á óvenjulegan hátt. Enn-
fremur átti hugtakið að ná yfir þann eiginleika að geta tekið við
áhrifum þeirra atburða og tilfinninga, sem bundin voru við ein-
hvern ákveðinn hlut. Eiginlega merki þetta orð að „mæla sál
hluta“ og má víst fremur teljast skáldlegt en vísindalegt, en
hvað sem því líður er það enn notað og í fullu gildi.
Starfssvið Buchanans var mjög yfirgripsmikið; jafnframt
læknisstörfum sínum stundaði hann kennslu við læknaskólann,
sá um yfirstjórn tveggja sjúkrahúsa og auk áðurnefndra rann-
sókna lét hann einnig ýmis málefni þjóðfélagsins til sín taka.
Hann ritaði um margvísleg efni, þar á meðal um hlutskyggni og
þegar hann flutti til Kaliforníu árið 1885, gaf hann út rit sitt:
Handbók í hlutskyggni - dögun nýrrar siðmenningar (A Manu-
al of Psychometry - The Dawn of á New Civilization). Fyrri rit
hans um hlutskyggni birtust í tímariti hans „The Journal of
Man“ árið 1849. í öðru riti hans á sviði mannfræði (Systems of
Anthropology) sem út kom árið 1854 eru einnig kaflar þar sem
fjallað er um hlútskyggni.
Ritum Buchanans var ólíkt betur tekið en kenningum Reic-
34
MORGUNN