Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Page 37

Morgunn - 01.06.1987, Page 37
henbachs á sínum tíma og tóku margir gáfumenn samtímans og starfsbræður hans uppgötvunum hans mjög vinsamlega. Þegar 150 ára afmæli Yale-háskólans var haldið hátíðlegt í ágúst árið 1850, var uppgötvun Buchanans þar fagnað sem nýjum áfanga í þróun mannsins, í ræðu sem séra John Pierpont, skáld og mannvinur, hélt við þetta tækifæri, en ræðan var síðar birt í blöðum af þessu tilefni, kom fram álit hans á uppgötvunum Buchanans, sem hann taldi bera af öllum uppgötvunum undan- farinnar ára eða allt frá árinu 1777. Milli tólf og fimmtán hundr- uð fyrrverandi stúdentar frá Yale-háskólanum voru viðstaddir við þetta tækifæri og svo virðist sem þeir hafi allir verið sam- mála þessari viðurkenningu á rannsóknum og uppgötvunum Buchanans. Mjög merkilegt starf á þessu sviði unnu einnig hjónin William Denton, prófessor í efnafræði, og kona hans Elizabeth Denton. Árið 1849 rakst Elizabeth á grein eftir Buchanan í tímariti hans „The Journal af Man“ og uppgötvaði þá að þar var einmitt verið að lýsa hæfileikum, sem hún sjálf bjó yfir, en hafði aldrei fengið skýringu á fyrr en nú. Elizabeth Denton hafði orðið fyrir óvenjulegri reynslu allt frá barnæsku. Hún gat séð hlutin jafn vel í myrkri og um hábjartan dag. Hún gat tekið upp hlut og haldið á honum í hendi sér og birtust þá samstundis fyrir innri sjónum hennar myndir af at- burðum og stöðum, sem oft voru henni algerlega ókunnir. Þess- ar myndir voru ákaflega skýrar. Hún hélt, að hún hlyti að hafa óvenju lifandi ímyndunarafl. Stundum birtust henni í þessum myndum staðir, sem hún hafði aldrei komið á fyrr. Seinna, þeg- ar hún sá þessa staði, og þeir reyndust nákvæmlega eins og þeir höfðu birst henni, taldi hún að um tilviljun væri að ræða. Hún skemmti sér oft við það á kvöldin að horfa á þessar skýru myndir, sem birtust fyrir innri sjónum hennar, þegar hún lá fyr- ir með lokuð augun. Hún var glaðvakandi meðan á þessu stóð og atburðirnir sem hún horfði á voru eins skýrir og hún sæi þá í veruleikanum. Þegar hún las grein Buchanans, sannfærðist hún um, að reynsla hennar hlyti að vera eitthvað skyld því fyrri- brigði, sem hann kallaði hlutskyggni. Elisabeth Denton og maður hennar hófu nú tilraunir, sem morgunn 35

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.