Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Qupperneq 38

Morgunn - 01.06.1987, Qupperneq 38
þau héldu áfram með í mörg ár, án þess að hafa neitt semband við Buchanan. Árið 1863 gáfu þau út bók, sem bar nafnið „Sál hlutanna“ (The Soul of Things), þar sem þau lýsa tilraunum sínum. F>au héldu rannsóknunum áfram og á næstu tíu árum komu út til viðbótar þrjár bækur með saman nafni. Af því að maður hennar var prófessor í jarðfræði voru hlutskyggnitilraun- ir þeirra oft gerðar með jarðfærðileg sýni auk annarra hluta og sýna. Eitt sinn fékk Denton konu sinni lítinn bút af blýi og er fróð- legt að heyra lýsingu hennar á þeim áhrifum, sem hún varð fyrir. Hún segir: „Á stóru svæði framan við mig til hægri og vinstri, eða öllu heldur í NNA og NNV, er málmæð, sem, eftir því sem ég best fær séð, hefur að geyma þessa sömu málmteg- und. Mér virðist að þarna séu heilir klettar með þessum sama málmi og að auðvelt sé að komast að þeim. Þetta er þó ekki eins og ég bjóst við, því að þarna liggja óreglulega lagaðir málm- hnullungar innan um leir og sand, en þetta virðist þó allt vera mjög þjappað saman. Eftir útliti að dæma er þarna um að ræða þúsundir tonna af hreinum málmi. Pað er einkennilegt hvað þetta virðist allt vera ósnert og heilt enda þótt svo nálægt því hafi verið grafið." í Ijós kom að Denton sjálfur hafði heldur ekki verið kunnug- ur þessum stað og er fróðlegt að heyra hvað hann hefur að segja um málið: „Þegar þessi tilraun var gerð, fyrir um það bil fjórum árum, hafði hvorugt okkar séð þessar námur; raunar hafði frú Denton aldrei fyrr séð námu af neinu tagi. Það var fyrst eftir að hafa sjálfur farið og séð þessar blýnámur í norðvesturhluta landsins að mér varð ljóst hve furðulega vel lýsingu hennar og hinu raunverulega útliti námunnar bar saman. Málminn er að finna í óreglulega löguðum klettahnullungum, sem liggja þétt saman innan um lög af lausum og þéttum leir.“ Við annað tækifæri fékk Denton konu sinni í hendur ofurlítið sýnishorn af móbergi, frá uppgreftri, sem gerður hafði verið í Pompei. Um leið og hún tók við molanum lokaði hún augunum og samstundis (óru henni að birtast myndir, eins skýrt og lifandi og hún væri að horfa á raunveruleg atvik. Frásögnina, sem hér fer á eftir skráði ritari hennar. „Ég reyndi að horfa beint fram, 36 MORGUNN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.