Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Side 42

Morgunn - 01.06.1987, Side 42
í lok 19. aldar fékk ungur læknir áhuga á rannsóknum Reic- henbachs, en það var Walter J. Kilner, sem þá starfaði við St. Tómasarsjúkrahúsið í Londan. Aðallega beindist áhugi hans að þeirri útgeilsun segulsins og mannslíkamans, sm hinir skyn- næmu sáu. Röntgengeislarnir höfðu þá nýlega verið uppgötvað- ir og urðu læknar St. Tómasarsjúkrahússins fyrstir til þess að nota þá í hagnýtum tilgangi. Árið 1897 og þar á eftir var starf röntgendeildar við sjúkrahúsið komið í fullan gang. Eiginleiki röntgengeislans að lýsa í gegnum hið þétta efni mannslíkamans og leiða í Ijós beinagrind hans vakti bæði áhuga og aðdáun hin unga læknis, en einnig vöktu rannsóknir Röntgens og Blanlots á áhrifum röntgengeisla á ýmis sjálflýsandi efni eins og t. d. kalksúlfíð, athygli hans. Allt varð þetta til þess að örva ímynd- unarafl Kilners. Hann komst loks að þeirri niðurstöðu að út- geislun hlyti að vera, ekki aðeins frá hendi mannsins, heldur frá öllum líkamanum, ef hægt væri að skoða hann í gegnum til þess hæf efni, sem gætu gefið svipaðan árangur og þann sem greina mátti þegar röntgengeislum var beint að lýsandi efnum. Kilner byrjaði að gara tilraunir með sérstakt litarefni úr kol- tjöru (dicyanine), sem hefur áhrif í þá átt að gera augun næmari fyrir útfjólublárri geislun. Upplausn af litarefni þessu lét hann síðan milli tveggja glerplatna og notaði það sem sjóngler. Þegar hann horfið í gegnum litarupplausnina á mannslíkamann, sá hann greinilega „svið“ umlykja líkamann, sem skiptust í tvennt eftir innri gerð og náðu nokkuð út fyrir líkamann. „Innra sviðið“ fylgdi nákvæmlega útlínum líkamans, en „ytra sviðið“ náði um það bil 30 sm eða meira út frá líkamanum og var egglaga. Það sem er athyglisvert í þessu sambandi er að aðeins sumir þeirra, sem með Kilner störfuðu, auk hans sjálfs, sáu þessa geislun. Því vaknar sú spurning hvort áhrif þessa efnis hafi að- eins örvað skyggnigáfu, sem þegar hafi verið fyrir hendi hjá Kilner og samstarfsfólki hans, en vitað er að þetta litarefni gerir auganu kleift að skynja út fyrir venjulegt litróf ljóssins. Kilner gerði á þessu margar tilraunir og sá hann stundum breytingar á geislaviðinu, þegar um sjúkdóm var að ræða. Hann greindi einni ákveðnar breytingar í sambandi við ákveðna sjúkdóma. 40 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.