Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Side 46

Morgunn - 01.06.1987, Side 46
Rhine komst að því, að sumir menn gátu haft áhrif á hluti með hugarafli einu saman. Þessar tilraunir voru flestar fólgnar í því að láta menn hafa áhrif á það hvað kemur upp á tenging, sem kastað er. Það sem aðallega má telja þessum tilraunum við Dukehá- skóla til gildis er líklega, að rannsóknir af þessu tagi hlutu nú í fyrsta sinn vísindalega viðurkenningu og orðið „parasálfræði“ varð almennt notað til að tákna þessa tegund tilrauna. Margir háskólar hafa stofnað sérstakar rannsóknardeildir á þessu sviði, og árið 1965 var í Kaliforníuháskóla haldin þriggja daga ráð- stefna til þess að ræða um HSP-hæfileika og gild þeirra. Rannsóknir á HSP-hæfileikum er þó ekki nýtt fyrirbæri alls staðar. Það kemur okkur talsvert á óvart að uppgötva að í meira en fjörutíu ár hafa Rússar fengist við að rannsaka þessar hæfileika. Árið 1932 lögðu þeir fram fé til rannsókna á fjar- skynjun, einkum í þeim tilgangi að rannsaka hvort þessir hæfi- leikar ættu sér einhverja líkamlega orsök. Rannsóknirnar fóru fram á The Institute for Brain Research (Heilsarannsóknastöð- inni). Stofnandi hennar var Recherev en forstöðumaður var hinn vel kunni geðlæknir, prófessor Ossipov. Árið 1963 kom bókin „Tilraunir með dáleiðslu“ (Experiments in Mental Sugg- estion) eftir rússann L. L. Vasiliev, út í enskri þýðingu. Þegar Vasiliev ræðir þar um fjarskynjun, segir hann: „Hvern- ig sem við lítum á þessi fyrirbæri er eitt augljóst; hér er um að ræða rannsóknarefni, sem ekki verður lengur komist hjá að kanna. Víða um lönd fara fram rannsóknir á dáleiðslu og hugs- anaflutningi. Ég álít nauðsynlegt að rússneska þjóðin fái vit- neskju um hvað er að gerast á þessu sviði bæði hér og erlendis, og einnig um það, sem þegar hefur áunnist, en umfram allt verðum við sjálfir að halda þessum rannsóknum áfram.“ í flestum bókum, sem komið hafa út um þessi efni, er skýrt frá tilraunum og rannsóknum á skynnæmu fólki og niðurstöðum þeirra. Hitt er ekki eins algengt að sjáendurnir segi sjálfir frá reynslu sinni á þennan hátt. Það gerir Phoebe Payne í bók sinni „Hulinn máttur mannsins" (Man’s Latent Powers,) sem kom út árið 1938. Segir höfundur þar frá reynslu sinni og einnig við- horfi gagnvart því, sem hún skynjar. Það var ekki fyrr en 44 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.