Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Page 55

Morgunn - 01.06.1987, Page 55
urinn var framinn. í þeim tilvikum er hinum hlutskyggna feng- inn í hendur hlutur, sem hlutaðeigandi maður átti. Snerting við hlutinn virðist hjálpa hinum hlutskyggna til að stilla sig inn á þann mann eða atburð, sem um er að ræða. Mikilvægt er að sannreyna slíkar staðreyndir að svo miklu leyti seni unnt er, en ég tel þær naumast nógu áreiðanlegar til þess að unnt sé að taka þær gildar fyrir rétti. Holleski sjáandinn Croiset hefur unnið mikið og merkilegt starf á þessum vettvangi og hefur mjög mik- ið af upplýsingum hans reynst rétt. Stundum virðist svo sem hlutskyggn maður verði svo mjög sam- lifaður tilfinningum þess sem tengdur er hlutnum, að það fái mjög á hann og verði nærri óbærilegt. Honum getur þótt sem hann sé í raun og veru staddur í kæfandi frumskógarhita eða hann finnur ískaldan vind næða um líkama sinn. Tilfinningin fyrir því að vera staddur í því umhverfi, sem hann sér, getur því orðið honum mjög raunveruleg reynsla. Eitt sinn var ég stödd ásamt Kay á veitingahúsi og hafði hún þá orð á því við mig að hringurinn sem ég bar á hendinni vekti hjá sér dapurlegar tilfinningar og væri í tengslum við einhvern óvenjulega sorglegan atburð. Þetta var mjög einfaldur hringur með litlum mánasteini, gjöf frá góðum vini síðan á stúdentsár- um mínum og voru við hann eingöngu tengdar hugljúfar minningar. Steinninn var afar gamall og hafði verið greipt í hann mynd af mannsandliti, sem var orðin máð, svo að hún sást varla Iengur. Vegna áhrifanna frá steininum var Kay svo yfir- komin af hryggð að hún átti bágt með að verjast tárum. Skömmu seinna fékk ég öðrum hlutskyggnum manni hringinn og bað hann að segja mér hvaða áhrifum hann yrði fyrir. Sagði hann að hringnum fylgdu afar sterk áhrif og djúpar tilfinningar. »Ég sé,“ sagði hann, „að þarna hafa átt sér stað mjög sorg'.egir atburðir í sambandi við aðskilnað og dauða einhvers, sem farið hefur á brott og skilið eftir sig rnikinn söknuð og sorg. Ári seinna vann ég að rannsóknarstörfum ásamt Lauru, sem vegna hinnar frábæru hlutskyggni sinnar er vel þekkt bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Dag einn bað ég hana að lýsa því, sem hún sæi í sambandi við þennan sama hring. Hún sagði: „Ég sé að einhver annar en þú hefur átt þennan hring. Hann er gjöf morgunn 53

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.