Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Side 70

Morgunn - 01.06.1987, Side 70
20, 23 og 20 rétt svör af 25 mögulegum hverju sinni. Á eftir voru þeir skoðaðir hátt og lágt, handakrikar þeirra kríkar og öll skilningarvit. En menn urðu einskis vísari. Því miður eru svik ekki óþekkt fyrirbæri á sviði dulrænna tilrauna. Og staðreyndin var raunar sú að Glyn og Ieuan höfðu tvívegis brugðið fyrir si'g smávegis klækjabrögðum snemma á ferli þessara tilrauna. Þá hafði Ieuan reynt að gefa félaga sínum upplýsingar með því að soga upp í nefið, hósta og láta marra í stólnum sínum. Þessi brögð voru þegar uppgötvuð og strákunum voru veittar rækileg- ar ákúrur og voru, segir Soal: „heldur framlágir, er þeim var sagt að þeir fengju engin verðlaun þann daginn.“ Þeir játuðu líka fúslega glöpin og það var raunar ljóst af því, hve Ieuan var glettnislegur á svipinn á meðan hann lék þessi sýndarbrögð sín, að þarna réð mestu um ungæðisleg gamansemi, sem jafnreynd- um manni og Soal hlaut strax að liggja í augum uppi. Hin nánu kynni Soals af innræti þessara drengja og nákvæmt eftirlit hans sjálfs með því að allt færi heiðarlega fram, sann- færði hann um að þarna væru niðurstöður réttar og sannar, að undanskildum þeim tveim tilvikum, er áður getur. En því fór fjarri, að þar væru ailir á sama máli og hann. Þegar dr. Dingwall sá að kenningar hans um leynilegar útvarpssendingar milli drengjanna fengu ekki staðist, hélt hann því fram, að þeir hefðu getað haft grænt teygjuband á milli sín, um fætur sér, sem þeir hefðu notað til merkjasendinga. Manni verður strax fyrir að spyrja, hvernig þeir hefðu átt að geta gengið inn á völlinn til til- raunanna þannig tengdir saman, án þcss að menn hefðu veitt því athygli. Svo kom hitt og til, að bilið á milli þeirra var líka lengt og stytt sitt á hvað fyrirvaralaust annað veifið og hlyti það áhjákvæmilega að hafa ýmist strekkt svo á bandinu að til óþæg- inda hefði orðið eða í hinu tilvikinu, slakað svo á því að það hefði naumast geta komið drengjunum að notum lengur. . . Allt að einu ber satt að segja að fagna því að leitað skuli sem bestra ráða til þess að vefengja sannleiksgildi slíkra tilrauna. Það stefnir að því að halda við aðgát þeirra, sem fást við rann- sóknir á dularmögnum mannshugans og hvetur þá til að gæta þess að láta ekki blekkja sig. En til er þó það, að menn virðist alveg rökheldir gegn öllum brotthvörfum frá gildandi viðhorf- 68 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.