Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Page 72

Morgunn - 01.06.1987, Page 72
og leggja á þau eðlislæga mælistiku. Svo er það nú samt. Allar tilraunir, sem gerðar hafa verið í Rússlandi eða á Vesturlöndum og stefnt hafa að því að finna einhverja eðlisfræðilega orku, er væri aflvaki þessara dulrænu fyrirbæra, hafa með öllu brugðist. Það er því rangnefni að kalla hugsanaflutning t. d. „raforkus- endingar heilans“ - það er hann einmitt ekki. Hér væri þó allt með felldu, ef okkur leyfðist að fullyrða, að óefnilslægar orsakir gætu aðeins valdið óefnislægum afleiðing- um (dulvitund manna þá og þar með talin). Þá myndum við einnig vera á villigötum, því gagnáhrif hugar og efnis eru fyrir hendi og birtast í eðlisdulinni orku, er á vísindamáli nefnist „psycholkinesis“ (sem á íslensku mætti kalla hughreyfiorku). Þessi orka getur birst með óvefengjanlegum eðlislægum hætti. Áður hafa eðlislögmál tíma og rúms verið felld af stalli, en hér hljóta eðlislögmál efnis og orku hin sömu örlög. Óvænt fyrirbæri hughreyfiorku, psycholkinesis (sem til hægð- arauka er skammstafað ’PK‘), vekja oft almenna athygli og eru því iðulega betur vottfest - þó oftast engu betur útskýrð - en flest önnur eðlisdulin fyrirbæri. Þegar hlutir taka upp á því að brjóta í bága við þyngdarlögmálið, falla um koll af sjálfsdáðum (að því er virðist) eða taka að svífa um án allra sýnilegra or- saka, barsmíð tekur að kveða við í veggjum eða húsmununum, þá verður okkur fyrr að orði „reimleika“ og „draugagang“. Mjög oft, þó síður en svo í öllum tilvikum, leiða athuganir í Ijós, að þessi fyrribæri stafa frá einhverri manneskju, en eru sjaldnar bundin við þann stað, þar sem þeirra hefur orðið vart. Venjulega er orsaka þessa óróa að leita hjá einhverjum pilti eða stúlku á táningaaldri. Á einhvern óskýranlegan hátt virðist gelgjuskeiðið stundum geta leyst úr læðingi sterk sálræn orku- hrif, sem geta „farið úr böndunum“ af völdum einhverra ómeð- vitaðra innri átaka hjá unglingunum. Hvernig þessi hugaröfl geta hverfst til efnislegra áhrifa og af hverju þau svo títt bera á sér einkenni hrekkjabragða, það vitum við ekki. Hver veit, nema þessir aðilar verði einskonar brennideplar einhverra að- steðjandi áhrifa, sem við hvorki sjáum né heyrum öðruvísi en svona; um þetta eru uppi ýmsar skoðanir. Hvað sem um það er, þá hverfa þessar óvelkomnu ásóknir að öllum jafnaði, um leið 70 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.