Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Síða 73

Morgunn - 01.06.1987, Síða 73
og sú manneskja, sem þær hafa fylgt, hverfur á brott. Sem betur fer fyrir slíka unglinga, fylgja þessar ásóknir þeim sjaldnast frá einum stað til annars. í flestum tilvikum virðast nýtt umhverfi og ný lífsáhrif eyða orsökunum að hinni fyrri „margþrungnu samþjöppun" efnisaðlægðrar, sálrænnar orku. Um svokallaða efnislæga iniðla, sem þroskað hafa með sér slíka hæfileika, gegnir öðru máli. Ræðum það betur síðar. f>að má telja sennilegt, að PK (psycholinesis, hughreyfiorka) og ESP (extra-sensory perception, dulhæfni) séu náið samtvinn- uð. Á árinu 1966 tókst þýska dulsálkönnuðinum, Bender pró- fessor, að ná fram sérlega góðum árangri á sviði dulskynjana, er hann gerði slíkar tilraunir með dreng, sem reimleikafyrirbærum olli. En reyndin varð sú, að dulskynjunarhæfileikar drengsins hurfu, jafnskjótt og geðrænum truflunum hans hafði verið eytt. Hér hefur verið rætt um óvænt fyrirbæri af þessu tagi, en það verður ekki betur séð, en að einnig sé til sú hughreyfiorka, sem skapa megi af ráðnum hug. Allar götur frá árinu 1934, tóku þau dr. Rhine og eiginkona hans að kanna það, hvort það gæti ekki hugsast, að maðurinn gæti, auk þess að skynja eitt og annað með aðstoð einhvers annars en líkamlegra skilningavita sinna, einnig haft áhrif á eitt og annað, þ. e. a. s. í rauninni beitt dul- rænum hæfileikum sínum í öfuga átt. Til slíkra tilrauna lá hendi næst að nota kasttening. Þegar tengingum var varpað í tilrauna- skyni, var þar hægurinn nærri að meta árangurinn tölulega séð og þess utan gat teningskastið verið hin besta dægrastytting og skemmtun, sem margir voru fúsir til að taka þátt í, ekki síst, ef þess kynni að reynast einhver von, að þeir gætu ráðið nokkru um velgengni sína í leiknum. Það varð og skammt að bíða að tengingum var kastað við Duke-háskólann og við það beitt hinuin fjölbreytilegustu að- ferðum. Byrjað var með einum teningi, síðan tveimur, en áður en langt um leið, var hvorki meira né minna en 96 tengingum varpað í senn, ýmist með handafli eða úr þar til gerðri snúnings- og kastvél. Dr. Rhine fannst ýmislegt athyglisvert við þær niðurstöður, sem þar komu fram, en taldi þær á hinn bóginn ekki svo afgerandi, að rétt væri að birta neitt um þær að svo komnu máli. MORGUNN 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.