Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Page 78

Morgunn - 01.06.1987, Page 78
gerði Puharich fjöldann allan af tilraunum með hugsanaflutingi, samfleytt í heilan tunglmánuð. Árangur reyndist bestur er tungl var nýtt og tungl var fullt, sem benti til þess að í fyrra tilvikinu sækti hæfni sendandans áhrifamögnun í hið aukna aðdráttarafl (en viðtakandi væri þá hlutlaus), en í síðara tilvikinu yki minnk- að aðdráttarafl fulls tungls viðtökunæmleika viðtkanda með þí að auka útþenslu PSI-plasman. Puharich er þeirrar skoðunar, að allir efnishlutir, þ. e. a. s. ekki aðeins vitundargæddar lifandi verur, eigi sér slíkt psi-svið, sem taki við og geymi öll utanaðkomandi áhrif. Slíkur skilning- ur myndi a. m. k. gera manni það skiljanlegra en ella, hvernig það má vera að þeir menn, sem gæddir eru psychometry - hlut- vakinni skyggni eða hvað við vildum helst kalla það á okkar máli — skuli geta lesið sögu lífvana hluta og fræðast af þeim. Það verður að játa, að hugmyndir Puharichs eru í mesta máta óvenjulegar. Enda þótt við föllumst kannski ekki alveg á hinn tölfræðilega rökstuðning hans, má okkur samt finnast að Puhar- ich eigi nokkrar þakkir skildar fyrir að draga það fram í dags- ljósið, að efnaskipti taugakerfis okkar kunni að eiga ríkari þátt í dulhæfni manna, en fram til þessa hefur verið talið sennlegt. Hvað sem öllu kenningavafstri kann að líða, megum við með miklum rétti telja, að með tilraunum sínum einum saman, hafi Rhine og hans líkar gengið milli bols og höfuðs á hinu gamla- viðurkennda viðhorfi eðlisfræðinganna til lífsins - að þeir hafi á sínu sviði fullunnið það, sem kjarnorkuvísindin hafa unnið á öðru sviði og þannig, með fullum sanni, fært okkur nærri þeim tímamótum hugrænnar byltingar, sem jafnvel muni taka fram þeirra byltingu, er Kopernikus hratt af stað. Sé þetta nú svo, þá blasir þó hitt við, hversu mjög skortir enn á, að þeim hafi tekist að leiða samtíðarmenn sína yfir þröskuld- inn. Ástæðan fyrir því er í mesta máta einföld. Hún er sú, að fram til þessa hefur engum tekist að beisla eða temja dulhæfn- ina svo að hún hlaupi ekki útundan sér öðrum þræði og hlíti að fullu stjórn manns. Hvorki örvandi lyf né dáleiðsla, svo mjög sem þau Ijá slíkum tilraunum oft lið, geta á nokkurn hátt tryggt það að eðlisduldir eiginleikar leysist ætíð úr læðingi. Allt til þess hefur það reynst ókleift að leggja fram þá sjálfri sér samkvæmu 76 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.