Morgunblaðið - 22.02.2009, Side 30

Morgunblaðið - 22.02.2009, Side 30
30 Tengsl MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 Morgunblaðið/Kristinn Meðal þess sem Kristín Ágústa Ólafsdóttir hefur gefið syni sínum, Hrannari Birni Arnarssyni, eru þrír góðir pabbar. Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is Kristín: „Hrannar var einstaklega ljúft og geðgott barn. Þótt ég væri bara átján ára var fæðing hans mesta hamingja sem ég hafði upplifað. Á síðustu mánuðum meðgöngunnar dembdist samt yfir mig mikil ábyrgð- artilfinning, ég vorkenndi sjálfri mér óskaplega fyrir þurfa að annast lítið barn, þvo bleiur og þess háttar þegar vinkonur mínar væru kannski úti að djamma. En af því að Hrannar átti tvær yndislegar ömmur gat ég klárað námið í Leiklistarskólanum og haldið mínu striki að flestu leyti. Við bjuggum fyrstu tvö árin í lítilli íbúð í húsi föðurforeldra hans, en þegar við Addi skildum hófst nokk- urra ára sambúð Hrannars með mér og vinkonum mínum í kvennakomm- únu. Við fluttum svo til Akureyrar með eiginmanni mínum, Böðvari Guðmundssyni, þegar Hrannar var að verða sjö ára. Þar eignaðist hann marga vini og var alltaf úti að leika sér. Þeir félagarnir höfðu nóg fyrir stafni, fóru m.a. oft niður á bryggju að veiða og byggðu kofa fyrir kan- ínur. Þeir voru ekki nema átta eða níu ára þegar þeir gáfu út blað með sög- um eftir sjálfa sig og vísum, sem þeir höfðu klambrað saman. Vindur hét það og kom út í nokkrum tölublöðum. Hrannar var afar athafnasamur, kappsfullur og kátur krakki, en um leið viðkvæmur og grét yfir sorgleg- um sögum og bíómyndum. Mér fannst hann alltaf vera í góðu skapi, en honum lá rosalega mikið á og var stöðugt að slasa sig. Ég fór í fyrsta skipti með hann á slysó eftir að hann reyndi að fara yfir vegg á þríhjólinu sínu og steyptist niður kjallaratröpp- urnar. Sem betur fer voru meiðslin aldrei alvarleg, ég var eiginlega hætt að kippa mér upp við þessar hrakfar- ir hans. Ögranir í leik og starfi Eitt helsta einkenni Hrannars er að hann hefur alltaf viljað glíma við ögranir, bæði í leik og starfi. Þegar hann var yngri fór hann út á ystu klettasnasir til að sýna mér hvað hann væri kaldur. Hann var líka að stríða mér með tiltækinu því hann vissi að ég er hræðilega lofthrædd. Ég man ekki eftir öðrum árekstr- um okkar á milli en þeim sem tengd- ust píanónámi hans. Hann var fljótur að læra lög, en ekki nótur, og nennti lítið að æfa sig. Á endanum hafði hann sitt fram og hætti. Það olli mér svolitlum vonbrigðum, því ég hef sterka sannfæringu fyrir því að það sé þroskandi fyrir krakka að takast á við tónlistarnám eða annað listnám. Hrannar ólst upp í mjög pólitísku umhverfi fyrir norðan. Við Böðvar vorum virk í Alþýðubandalaginu, stofnuðum Alþýðuleikhúsið með vin- um okkar, skrifuðum pólitískar grein- ar í Norðurland, sungum baráttu- söngva og héldum fundi heima hjá okkur þar sem tengsl listsköpunar við pólitík var aðalumræðuefnið. Hrann- ar var afar áhugasamur og forvitinn og fylgdist vel með þar til hann var sendur í rúmið – og raunar lengur, því hann lá á hleri! Þegar samræð- urnar stóðu sem hæst og við héldum að hann væri löngu sofnaður glumdi stundum innan úr herbergi: HVER!? Ekki uppveðraður að eignast hálfsystur Eftir að við Böðvar skildum átti ég í miklu sálarstríði hvort rétt væri að láta Hrannar ráða því sjálfan hvort hann kæmi með mér og nýja mann- inum í lífi mínu, Óskari Guðmunds- syni, til Kaupmannahafnar, þar sem við ætluðum að vera í eitt ár. Nið- urstaðan varð sú að virða ósk hans um að vera áfram á Akureyri hjá Böðvari og vinunum, mér fannst nóg rask fyrir barnið að mamma væri komin með nýjan maka. Árin okkar urðu tvö í Kaupmanna- höfn og það seinna reyndist Hrannari erfitt, en þá hafði hann flust með Böðvari og konu hans til Reykjavík- ur. Hann var feiminn, óöruggur og vinalaus í nýju umhverfi, sem kom mér á óvart því hann hafði alltaf verið félagslega sterkur. Hann leitaði mikið skjóls hjá fjölskyldu elsta bróður míns, en þar voru börn á svipuðu reki. Svo hellti hann sér út í skák, en frá því hann var mjög ungur höfðu bræð- ur mínir notað hann sem tilraunadýr þegar þeir könnuðu hversu ungu barni væri hægt að kenna manngang- inn. Mér er minnisstætt þegar Orri Vé- steinsson, 15 ára skólabróðir hans, sagði mér spaklega að þetta væri bara svona með unglinga, þeir væru svo hræddir við höfnun, en hann og aðrir strákar í Hagaskóla höfðu leitað eftir félagsskap Hrannars, sem greinilega hafnaði þeim til að byrja með. Síðan var eins og allar hömlur brystu í MH og þá kannaðist ég aftur við gamla félagsjálkinn. Hann fór á fullt í nemendafélaginu, var m.a. for- seti þess og driffjöðrin í að stofna Fé- lag framhaldsskólanema og útvarp þeirra, Útrás. Ég var aldrei hrædd um hann á unglingsárunum, vinir hans voru mik- ið heima hjá okkur og smátt og smátt þróaðist kær vinátta milli hans og Óskars. Ég varð óskaplega glöð því slíkt er ekki sjálfgefið milli stjúp- feðga. Hann var þó ekkert sérstak- lega uppveðraður þegar Melkorka, hálfsystir hans, fæddist, nennti lítið að passa og var hneykslaður á hvað við foreldrarnir vorum eftirlátssöm í uppeldinu. Stundum setti hann sig í strangar stellingar gagnvart henni, barði í borðið og sagði sína meiningu. Þjáningin var sameiginleg Þegar Hrannar var unglingur sagðist hann aldrei myndu gera eitt: Og það væri að fara í pólitík. Sjálf hefði ég alveg getað hugsað mér að Lá á hleri þegar fullorðna fólkið ræddi pólitík ‘‘ÞEGAR HANN VARYNGRI FÓR HANN ÚT ÁYSTU KLETTASNASIRTIL AÐ SÝNA MÉR HVAÐ HANN VÆRI KALDUR. Kristín Ágústa Ólafsdóttir, aðjunkt við Menntavísindasvið HÍ, fæddist 3. janúar 1949 í Reykjavík. Útskrif- aðist frá Kvennaskólanum 1966, Leiklistarskóla LR 1969, lærði söng hjá Göggu Lund 1968-1972 og nam leikhúsfræði og leikræna tjáningu við Kaupmannahafnarhá- skóla 1979- 1981. 2007 lauk hún meistaranámi í uppeldis- og menntunarfræði frá HÍ. Kristín var þekkt þjóðlaga- og vísnasöngkona og söng inn á sex hljómplötur. Hún syngur nú með Reykholtskórnum, sem er kirkju- kór. Var umsjónarmaður Stund- arinnar okkar og þulur og þátta- gerðarmaður hjá RÚV, hefur í áratugi kennt leiklist og leikræna tjáningu og var um skeið leikstjóri hjá MA. Hún var framkvæmda- stjóri vikublaðsins Norður- lands, dreifingarstjóri Þjóðviljans og leikari hjá LR, Alþýðuleikhúsinu og LA. Kristín gegndi trún- aðarstörfum fyrir Al- KRISTÍN ÁGÚSTA ÓLAFSDÓTTIR þýðubandalagið, var m.a. borg- arfulltrúi 1986-1990. Einn af stofnendum Nýs vettvangs í Reykjavík 1990 og borgarfulltrúi þess til 1994. Dóttir Kristínar og sambýlis- manns hennar, Óskars Guðmunds- sonar rithöfundar, og hálfsystir Hrannars, er Melkorka, leikkona, f. 2. júlí 1981.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.