Morgunblaðið - 22.02.2009, Side 34

Morgunblaðið - 22.02.2009, Side 34
34 Landhelgisdeilur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is H eimir Hannesson segir upp- haf þríeykisins mega rekja til ræðu sem hann flutti á árs- fundi Atlanzhafssamtakanna (Samtök félaga áhugamanna um alþjóðamál og samstarf Atlanzhafsríkjanna í aðild- arríkjum NATO – á Íslandi Samtök um vestræna samvinnu) í Brüssel í sept- ember 1973. „Þá voru brezk herskip á Íslands- miðum og ástandið grafalvarlegt, ekki einasta hættur á miðunum heldur töldum við sem vorum hlynntir vestrænni samvinnu að átökin gætu stofn- að í voða öryggistengslum Íslands við Atlanzhafs- bandalagið og Ísland flæmzt úr samstarfi vest- rænna þjóða.“ Ræðu sinni lauk Heimir svo: „Til þess að leysa þann vanda sem við er að etja þurfa menn að skilja hann. Ef hann er ekki leystur innan skamms tíma kann að blasa við okkur öllum enn meiri vandi en flesta kann að gruna með hinum alvarlegustu af- leiðingum – og þá kann að verða of seint að tala um einingu og samstarf.“ Málefni Íslands voru mjög til umræðu á þessum fundi; menn fögnuðu samningum við Belga, Norð- menn og Færeyinga og viðræðum við Þjóðverja, sem voru með öðrum brag en stríðsandinn sem ríkti í samskiptum Íslendinga og Breta. Strax að fundinum loknum boðaði forseti sam- takanna, Eugene Rostow, til leynifundar, þar sem sett var á fót þríeyki til þess að vinna bak við tjöld- in að lausn landhelgisdeilunnar. Auk Rostow og Heimis var Frank Roberts í þríeykinu og í af- skiptum af landhelgisdeilu Íslendinga og Þjóðverja var helzti tengiliðurinn Karl Mommer forseti þýzka þjóðþingsins; Bundestag. Meginverkefni þríeykisins segir Heimir hafa verið að koma á fundi forsætisráðherranna, Ólafs Jóhannessonar og Edwards Heath. Aðgerðin gekk undir dulnefninu „kvöldverðarboðið“ (dinnerappointment.) Mál voru hins vegar stál í stál og því ekki auðvelt að koma slíkum fundi á. Heimir segir að Ólafur Jóhannesson hafi lagt áherzlu á að finna lausn á deilunni; bæði lagði hún vopn upp í hendur Alþýðubandalaginu, sem vildi umfram allt koma Íslandi úr NATO og Bandaríkjaher burt af Íslandi og einnig voru nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins á þeirri línu. Ólafur óttaðist að Ísland lenti utangarðs í samstarfi vestrænna þjóða og ótti hans við Sov- étríkin var meiri en orðin tóm. Hins vegar var það ófrávíkjanlegt í huga hans að Bretar yrðu að kalla herskipin heim áður en setzt yrði að samn- ingaborði. Sovétmenn skoðuðu bréfin Heimir segir að Ólafur hafi haldið landhelg- ismálinu algjörlega á sínu borði og hann viti ekki til þess að hann hafi ráðgast við einn eða neinn í eigin flokki, hvað þá samstarfsaðilana í rík- isstjórn. Og Heimir var bundinn trúnaði. Þeir þríeykismenn reyndu að hittast sem oft- ast en aðalstarfið fór fram símleiðis og með bréfaskriftum. Heimir segist fljótlega hafa feng- ið sterkan grun um að bréf til hans væru opnuð í erlendu sendiráði í Reykjavík. -Hverju? „Ég tel ástæðu til að ætla að Sovétmenn hafi fylgzt með.“ Heimir brá á það ráð að láta stíla bréfin á eiginkonu sína, en þau voru eftir sem áð- ur opnuð og lesin. Eftir það var síminn aðalsam- skiptatækið. Heimir segist hafa sagt Hallvarði Einvarðssyn i, ríkislögreglustjóra, frá þeim grun sínum að bréf hans bærust í erlent sendiráð og væru opnuð þar og lesin áður en hann fengi þau í hendur. Hvort og þá hvað ríkislögreglustjóri gerði í málinu segist Heimir ekki vita. Þorskastríðið harðnaði með hverjum deginum og gekk maður undir manns hönd að fá Breta til þess að kalla herskipin heim og ganga til samn- inga. Joseph Luns, framkvæmdastjóri NATO, beitti sér óspart, en einn var sá sem hann gekk ekki hart að. Heimir segir að Luns hafi sagt hon- um frá fundi þeirra Nixons Bandaríkjaforseta. „Nixon á engan vin (eftir árásirnar á Hanoi) nema Heath og ég hef ekki brjóst í mér til þess að siga honum á sinn eina vin,“ sagði Luns og skellihló. Í Englandi fann Frank Roberts persónulegan tengilið við Heath, sem var reyndar ekki sam- flokksmaður forsætisráðherrans, heldur þing- maður Verkamannaflokksins, James Well- beloved að nafni. „Ekki amalegt nafn það fyrir þingmann,“ skýtur Heimir inn í og hlær. Well- beloved var úr sama kjördæmi og Heath og með þeim góður persónulegur kunningsskapur. Heimir segir, að hann hafi á fundum þeirra Ólafs fundið hversu mikið Ólafi var í mun að fundi þeirra Heath yrði komið á, þótt hann á hinn bóg- inn gerði sér grein fyrir því að hann yrði að fara varlega til þess að málið snerist ekki í höndum Þríeykið í þorska Bandaríkjamaðurinn Gregory J. Scholten kemst að þeirri nið- urstöðu í doktorsritgerð sinni um þorskastríð Íslendinga og Breta, að vinna „þríeykis“ Atl- anzhafssamtakanna hafi skipt sköpum varðandi lausn land- helgisdeilnanna. Heimir Hann- esson, sem hér segir frá þríeykinu í fyrsta skipti, segir að NATO-aðild Íslands og af- skipti Bandaríkjamanna hafi verið forsendur þess að samn- ingar tókust í þorskastríðunum. Sendimaðurinn Heimir Hannesson starfaði í persónulegu umboði Ólafs Jóhannessonar og var hluti ATA-þríeykisins sem vann að lausn landhelgismálanna bak við tjöldin. Undirskrift Einar Ágústsson, ut inginn þremur vikum eftir fund Viðræður Forsætisráðherrarnir Geir Hallgrímsson og Harold Wilson heilsast við upphaf við- ræðna í London. James Callaghan utanríkisráðherra fylgist með. Ekki varð af samkomulagi. Viðræður Forsætisráðherrarnir Ólafur Jóhanneson og Edward Heath heilsast í upphafi landhelgisviðræðna í London. Þeir náðu samkomulagi. hans; ríkisstjórnin hafði samþykkt skilyrt slit á stjórnmálasambandi við Breta og allt tal um af- skipti NATO af deilunni var eitur í beinum sam- starfsflokksins í ríkisstjórn, Alþýðubandalagsins. Heimir segir að á þessum afdrifaríku dögum hafi Ólafur aldrei lýst áhyggjum af þingmönnum Framsóknarflokksins, þeir myndu samþykkja það sem hann legði til. Og hann virtist líka róleg- ur yfir hótunum Alþýðubandalagsins um stjórn- arslit „Þótt Lúðvík minn andmæli, þá gefur hann eftir, þegar til kastanna kemur,“ hefur Heimir eftir Ólafi. Heimir segist aldrei hafa vitað til þess að Ólaf- ur bæri bækur sínar saman við aðra trún- aðarmenn. „Hafi hann gert það vissi ég ekki af því. Ég bar atriðin jafnóðum undir hann, dag eft- ir dag, og hann svaraði að bragði hvort kosturinn væri fýsilegur eða ekki. Ég minnist þess ekki að hann hafi tekið sér frest vegna einhverra atriða. Og aldrei minnist ég þess að hann skrifaði eitt- hvað hjá sér. Þegar ég sýndi honum bréf sem okkur þríeykismönnum fóru í milli leit hann bara yfir þau, en hann tók aldrei við neinu. Hann var ákaflega varkár í þessu sem öðru.“ Hins vegar segist Heimir hafa vitað af trún- aðarsambandi milli Ólafs og Gunnars Thorodd- Morgunblaðið/RAX 200 mí 15. júlí Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra skrifar undir reglugerð um 200 mílna fiskveiðilögsögu. 24. janúar Geir H til fundar við Haro herra Breta. Samk átökin á miðunum 20. janúar Freigáturnar sigla út fyrir 200 mílurnar fyrir sáttaumleitanir Josephs Luns, framkvæmdastjóra NATO. 25. nóvember Brezkar freigátur sigla inn fyrir 200 mílurnar til verndar brezku togurunum. 15. nóvember Íslenzk varðskip skera á togvíra brezkra togara. Brezk sendi- nefnd kemur til Reykjavíkur, fundur stendur aðeins í 40 mínútur. 13. nóvember 50-mílna samn- ingurinn við Breta rennur út. 15. október Fiskveiði- lögsagan færð út. 19761975 Gregory J. Shelton í doktorsritgerð sem hann varði við Nebraskaháskóla 1991: Að lokum: allt það starf sem unnið var á vegum alþ til að leysa fiskveiðideilurnar sýnir bæði styrk og takm stofnana til að leysa úrlausnarefni á sviði alþjóðalaga ara stofnana til að finna lausn kallaði á beina þáttöku samtakanna og fyrir þeirra tilstilli komust menn að sa James Wellbeloved, þingmaður Verkamannaflokksins, til Heimis Hannessonar: 8. október 1973 Vinir mínir hérna megin hafsins eru einnig ánægðir þinn þýðingarmikla þátt í að koma kvöldverðarboðinu Henry A. Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjan Rostow: 13. ágúst 1975 Þakka bréf þitt frá 18. júlí og það góða starf sem þú samtökin vinnið til að styrkja bandlagið þegar svo ma þess að veikja það … Fiskveiðideila Þjóðverja og Íslendinga er eitt þessa bandamanna sem við vonum að menn finni farsæla la vita hverju dr. Mommer svarar. James Callaghan, utanríkisráðherra Breta, til Euge 3. marz 1976 Þakka þér fyrir bréfið frá 5. febrúar, þar sem þú tíu félagar þínir í Atlanzhafssamtökunum hafið lagt af m lausn á fiskveiðideilu okkar og Íslendinga … Meðan við náum ekki saman sjálfir er starf ykkar ti okkur að komast að sanngjörnu samkomulagi vel þeg Eugene V. Rostow í svarbréfi til Heimis Hannesson ir bar lof á hann og þakkaði honum starf hans að la veiðideilnanna: 28. júní 1976 Auðvitað gladdi bréf þitt mig og mér þykir vænt um sanna hetja framtaksins. Þú misstir aldrei móðinn. Þú því að leita lausna. Og framvindan sýndi að þú hafðir Þetta skrifuðu þe

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.