Morgunblaðið - 22.02.2009, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 22.02.2009, Qupperneq 53
Minningar 53 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2009 Jórunn Ragna Blandon ✝ Jórunn RagnaBlandon fæddist í Reykjavík 1. janúar 1924. Hún lést á Landspítalanum 15. janúar sl. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Þor- steinsdóttir Blandon, f. 18.8. 1890, d. 29.10. 1973, og Þorkell Erlendsson Blandon lögfræðingur, f. 23.8. 1890, d. 29.11. 1977. Bróðir Rögnu var Þorsteinn Blandon, f. 27.4. 1920, d. 29.11. 1997. Hinn 11.1. 1944 giftist Ragna Sigurði Hauki Lúðvigssyni listmálara, f. 12.2. 1921, d. 6.6. 2006. Dætur þeirra: 1) Ingigerður, f. 15.5. 1944, maki Jóhannes Jónsson, sonur þeirra er Guðmundur Ingi. 2)Ragnheiður, f. 26.3. 1948, maki Helgi Á. Gunnlaugsson, synir hennar og Gísla Baldvinssonar eru Sigurður Hauk- ur Gíslason, hans dóttir er Rakel Ósk, og Baldvin Gíslason Bern. 3) Kristín f. 14.2. 1952, d. 25.12. 2005, maki Mo- gens Kayser Gjöe, synir þeirra eru Dennis Kayser Gjöe og Nikolaj Kayser Gjöe. 4) Louisa Ragna f. 25.1. 1963. Útför Rögnu fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Meira: mbl.is/minningar Lilja Brynjólfsdóttir ✝ Lilja Brynjólfs-dóttir fæddist í Króki í Norðurárdal 2. september 1917. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudag- inn 3. febrúar síðast- liðinn, 91 árs að aldri. Foreldar hennar voru Brynjólfur Bjarnason bóndi, f. á Skarðshömrum í Norðurárdal í Mýrasýslu 8.10. 1882, d. 18.11. 1962, og Arndís Ágústína Klem- enzdóttir, f. í Fremri-Hundadal í Dala- sýslu 22.4. 1888, d. 24.9. 1955. Lilja átti fjögur alsystkini, sem öll voru fædd í Króki, en þau voru: Gísli, f. 1918, d. 2005, Haraldur, f. 1921, Ragn- heiður, f. 1923, d. 1969, og Hjörtur, f. 1924, d. 2004. Hálfsystir, sammæðra var María Ólafsdóttir, f. 1905, d. 1979. 2. mars 1957 kvæntist Lilja Lárusi Sigurgeirssyni, f. 1923, húsgagna- smíðameistara úr Reykjavík. Foreldrar hans voru Sigurgeir Finnur Magnússon, f. í Búrfellskoti, Svínavatnshr., V-Hún 1896, d. 1987 og Línbjörg Árnadóttir, f. á Mosfelli, Svínavatnshr., A-Hún 1896, d. 1966. Lilja og Lárus bjuggu lengst af í Álfta- mýri 6 í Reykjavík, áður voru þau á Fálkagötu 30 í Reykjavík, á Hrafnistu í Reykjavík fluttu þau 2004. Barn þeirra er Gunnar Lárusson, f. 23.9. 1963, var kvæntur Arnheiði Bergsteinsdóttur, f. 29.1. 1966. Þau eiga tvö börn, a) Lilju Hrönn, f. 24.5. 1989 og b) Bryndísi, f. 2.10. 1994. Lilja var á yngri árum lengst af í foreldahúsum í Króki og sinnti þar almennum bústörfum, einnig var hún vinnukona á nokkrum heimilum í Reykjavík. Hún var í Húsmæðraskól- anum á Staðarfelli 1940 til 1941. Í Fornahvammi starfaði hún sem mat- ráðskona og svo síðar á Bifröst í Borg- arfirði á byggingartíma stækkunar hússins 1955. Þar kynnist hún Lárusi eftirlifandi eiginmanni sínum sem vann þar við smíðar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira: bl.is/minningar Þórir Rafn Guðnason ✝ Þórir RafnGuðnason fædd- ist í Reykjavík 23. október 1928. Hann lést á heimili sínu, 12. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðni Halldórsson frá Hreiðri í Holtahreppi í Rangárvallasýslu, f. 11.10. 1894, d. 21.12. 1979 og Jóhanna Jóhannsdóttir frá Haga í Holtahreppi, f. 22.6. 1893, d. 28.9. 1981 Systkini Þóris eru: Vilfríður, f. 11.6. 1920; Pálína Lilja, f. 6. 6. 1923, d. 1996. Hulda, f. 1.7. 1925. Fósturbróðir og frændi Þóris var Gísli Dagsson, f. 24.5. 1937, d. 2.5. 2004. Þórir kvæntist 29. maí 1950 Jónu Guðrúnu Bjarnadóttur frá Guðnabæ í Selvogi, f. 14.9. 1929. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson frá Stíflisdal í Þing- vallahreppi, f. 28.9. 1896, d. 12.2. 1964 og Halldóra Guðrún Halldórsdóttir frá Bartakoti í Selvogi, f. 8.7. 1900, d. 9.7. 1986, þau voru bændur í Guðnabæ í Selvogi. Fyrstu búskaparár Þóris og Guðrúnar bjuggu þau hjá foreldrum hans á Mímisveginum en fluttu svo árið 1955 að Hverfisgötu 114 og síðan að Hraunbæ 190 árið 1967 þar sem þau hafa búið síðan. Börn Þóris og Guð- rúnar eru: 1) Jóhanna, f. 22.10. 1949, gift Ingþóri Jónssyni, f. 13.1.1947. Synir þeirra eru Jón, f. 5.7.1969, maki Felicia Mariana, dóttir þeirra er Jóhanna María; og Þórir, f. 4.4.1977, maki Jó- hanna Kristín Björnsdóttir, dætur þeirra eru Þórunn Jóhanna og Elísabet Hildur. 2) Guðni Rúnar, f. 1.6.1955, maki Guð- björg Emma Ingólfsdóttir, f. 8. 4.1969. Sonur Guðna og Svandísar Ríkharðs- dóttur, f. 22.10. 1957 er Ríkharður Ósk- ar Guðnason, f. 13.3. 1985, maki Valdís Unnarsdóttir. Þórir ólst upp í Reykjavík, að Mím- isvegi, hjá foreldrum sínum og systk- inum. Þórir stundaði nám við Iðnskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi í múrverki árið 1958. Í trún- aðarráði 1960-1962 og 1963-1969. Meistari Þóris var Jón Guðjónsson. Lengst af vann hann hjá Þórði Þórð- arsyni múrarameistara og síðan hjá syni hans, Jóni múrarameistara. Frá 1990 til 1996 starfaði Þórir hjá Reykja- víkurborg við viðhaldsstörf. Útför Þóris fór fram í kyrrþey. Jarð- sett var í Gufuneskirkjugarði. Sigurður Helgason ✝ Sigurður Helga-son fæddist í Reykjavík 20. júlí 1921. Hann lést á Mustique, St. Vincent og Grenadine-eyjum í Karíbahafi 8. febrúar síðastliðinn. Minningarathöfn um Sigurð var í Dómkirkjunni 20. febrúar sl. Meira: mbl.is/minningar Helgi Ívarsson ✝ Helgi Ívarssonfæddist í Vestur- Meðalholtum í Gaul- verjabæjarhreppi 2. júní 1929. Hann lést 13. febrúar síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Gaulverjabæj- arkirkju 21. febrúar. Meira: mbl.is/minningar ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar GUÐRÚNAR BJARKAR RÚNARSDÓTTUR FREDERICK, Hátúni 37, Reykjanesbæ. Kenneth W. Frederick, Gunnar Már Vilbertsson, Sara Margrét Frederick, Viktoria Lynn Frederick, Fríða Felixdóttir, Rúnar Lúðvíksson, Lúðvík Rúnarsson, Iðunn Ingólfsdóttir, Gunnar Felix Rúnarsson, Arna Hrönn Sigurðardóttir, Særún Ása Rúnarsdóttir, Jónas Þór Jónasson og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, ÞORSTEINS BJÖRGVINS JÚLÍUSSONAR, Lækjartúni 6, Akureyri. Sigríður Lára Árnadóttir, Guðlaug Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Pétursson, Árni Þorsteinsson, Violetta Heiðbrá Hauksdóttir, barnabörn og systkini hins látna. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu, hlýhug og stuðning vegna andláts og útfarar GUÐJÓNS ÆGIS SIGURJÓNSSONAR hæstaréttarlögmanns, sem lést af slysförum mánudaginn 5. janúar. Þórdís Erla Þórðardóttir, Hjörtur Leó Guðjónsson, Harpa Hlíf Guðjónsdóttir, Pálína Tómasdóttir, Sigurjón Bergsson, Bergur Tómas Sigurjónsson, Anna Björg Stefánsdóttir, Gylfi Birgir Sigurjónsson, Linda Rós Jóhannesdóttir, Vigdís Hjartardóttir, Þórður Grétar Árnason, Árni Leó Þórðarson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengda- móður og ömmu, ELÍSABETAR SKAFTADÓTTUR frá Suður-Fossi í Mýrdal, Birkihvammi 6, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fyrir góða umönnun. Björgvin Skafti Vilhjálmsson, Margrét Jónsdóttir, Valdís Þórunn Vilhjálmsdóttir, Sæmundur Ingvason, Gunnar Baldvin Björgvinsson, Björgvin Birkir Björgvinsson, Ingvi Þór Sæmundsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SÓLVEIGAR SIGRÚNAR ODDSDÓTTUR frá Nýjalandi, Garði. Sérstakar þakkir til Kvenfélagsins Gefnar og Slysa- varnardeildar kvenna í Garði fyrir framlag þeirra við útförina og alúðarþakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Garðvangs fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Kristmann Hjálmarsson, Guðríður Hafsteinsdóttir, Magnea Hjálmarsdóttir, Ólafur Ágústsson, Ásgeir Magnús Hjálmarsson, Sigurjóna Guðnadóttir, Guðrún Eyvindsdóttir, Ragnheiður Hjálmarsdóttir, Rögnvaldur Einarsson, Jón Hjálmarsson, Sigríður Björg Halldórsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR SUMARLIÐADÓTTUR, Heiðarhorni 6, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Leifur S. Einarsson, Oddný Guðbjörg Leifsdóttir, Björn Ólafsson, Leifur Gunnar Leifsson, Brynja Hjaltadóttir, Bryndís María Leifsdóttir, Friðrik Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem auðsýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar og ömmu okkar, ARNFRÍÐAR ARADÓTTUR, Kveldúlfsgötu 3, Borgarnesi. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Vigdís Guðrún Sigvaldadóttir, Sigvaldi Arnar Hjaltason, Jónný Hekla Hjaltadóttir. ✝ Okkar bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÁSU TORFADÓTTUR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Alúðarþakkir færum við öllu starfsfólki Grundar en þó sérstaklega þeim sem starfa á deild A-2, fyrir frábæra umönnun og elskulegt viðmót. Katrín Árnadóttir, Kjell Friberg, Hermann Árnason, Guðríður Friðfinnsdóttir, Torfi Árnason, Ingibjörg Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.