Saga - 1987, Síða 10
8
EINAR LAXNESS
II
Björn Þorsteinsson fæddist að Pjótanda í Villingaholtshreppi í Árnes-
sýslu, - á bökkum Pjórsár, - 20. marz 1918, sonur Þorsteins Björns-
sonar (1886-1973) og fyrri konu hans, Þuríðar Þorvaldsdóttur (1892-
1945). Föðurafi Björns var Björn Eysteinsson (1848-1939), hinn al-
kunni heiðabóndi, sem reisti sér nýbýli á Réttarhóli á Arnarvatnsheiði
árið 1886, og þar fæddist faðir Björns sama ár; síðast bjó Björn Ey-
steinsson að Grímstungu í Vatnsdal. Gaf Björn Þorsteinsson út sjálfs-
ævisögu afa síns 1957 (2. útg. 1980). Móðurafi Björns var klerkurinn
sr. Þorvaldur Bjarnarson á Mel í Miðfirði (1840-1906), mikill lær-
dómsmaður og búforkur. Átti Björn því æthr að rekja til traustra
stofna nyrðra. Foreldrar hans slitu samvistir; móðir hans gerðist
kennari í Húnaþingi, en hann ólst upp með föður sínum í Rangár-
þingi, m.a. að Vetleifsholti og á árunum 1927-35 að Hellu við Ytri-
Rangá; þar varð Þorsteinn Björnsson upphafsmaður byggðar, rak þar
verzlun fyrstur manna, einnig sláturhús og stundaði búskap. Rekstur
hans varð fyrir miklum áföllum á kreppuárunum, svo að Þorsteinn
hætti þar starfsemi; keypti hann þá ásamt J.C. Klein, kaupmanni í
Reykjavík, sem hann átti talsverð viðskipti við, jörðina Selsund á
Rangárvöllum, við Heklurætur, og þar sleit Björn sonur hans ungl-
ingsskónum, unz hann hleypti heimdraganum. Minningar frá ver-
unni á Hellu og um starfsemi föður síns rifjaði Björn upp í erindi á
hálfrar aldar afmæli staðarins sumarið 1977 og er prentað í riti hans Á
fornum slóöum og nýjum, 1978.
Hugur Björns Þorsteinssonar hneigðist til mennta og langskóla-
náms. Undirbúning undir stúdentspróf hlaut hann hjá þeim Fells-
múlafeðgum í Landssveit, sr. Ófeigi Vigfússyni og sr. Ragnari, syni
hans, sem kenndu námfúsum sveitaunglingum þar eystra undir
skóla, eins og þá tíðkaðist enn samkvæmt góðum og gömlum íslenzk-
um sið. Eftir að hafa fengið haldgóða undirstöðu hjá þessum fjöl-
menntuðu feðgum, og síðan eins vetrar námsdvöl í Menntaskólanum
í Reykjavík, lauk Björn þaðan stúdentsprófi, utanskóla, vorið 1941.
Settist hann um haustið í Háskóla íslands og lauk kandídatsnámi í
íslenzkum fræðum með sögu að sérgrein vorið 1947. Kennarar hans í
sögu voru þeir Árni Pálsson, Jón Jóhannesson og Þorkell Jóhannes-
son, og alla mat Björn þá mikils og hefur minnzt þeirra af hlýhug í