Saga - 1987, Síða 12
10
EINAR LAXNESS
III
Það kom fljótt í ljós, að sagnfræðingurinn ungi hugði ekki á gagn-
fræðaskólakennnslu einvörðungu, þó að honum félli vistin allvel inn-
an um unglingana. Veturinn 1948-49 var Björn í framhaldsnámi í
sagnfræði við háskóla í London með styrk frá British Council. Hann
stefndi markvisst að því að hasla sér völl á sviði sagnfræðirannsókna
og síðan við ritstörf í beinu framhaldi, og það leyndi sér ekki, að ötull
og glöggur verkmaður var kominn til starfa, þar sem Björn var. Fyrir
utan ýmsar alþýðlegar greinar um söguleg efni í dagblöðum á næstu
árum, ritaði hann viðameiri þætti í tímarit; má þar nefna: „Jón biskup
Arason og siðaskiptin á Norðurlöndum" (Tímarit Máls og menningar,
1950), „Islandsverzlun Englendinga á fyrri hluta 16. aldar" (Skírnir,
1950), „Siglingar til íslands frá Biskups Lynn" (Á góðu dægri, afmælisrit
Sigurðar Nordals, 1951), „Sendiferðir og hirðstjórn Hannesar Pálsson-
ar og skýrsla hans 1425" (Safn til sögu íslands, 1956). Með þessum rit-
gerðum stefndi Björn óðfluga inn á það svið, sem átti eftir að verða
sérgrein hans í sagnfræði, 15. öldin.
Á þessum árum var Björn Þorsteinsson farinn að semja yfirlitsrit
um íslandssögu, sem þá skorti mjög á markaðinn; í raun var ekki til
neitt slíkt rit, sem svaraði kröfum nútímans, nánast aðeins skólabæk-
ur, þótt undarlegt megi virðast. Fyrsta bindi þessa ritverks Björns var
íslenzka þjóðveldið, sem út kom 1953, viðamikið rit um sögu íslands frá
upphafi til Gamla sáttmála 1262. Hér ruddi Björn nýja braut að ýmsu
leyti, fitjaði upp á nýrri efnismeðferð, hafði önnur áherzluatriði en
áður tíðkaðist, tengdi söguna meira almennri þróun í Evrópu, fjallaði
ýtarlega um þróun atvinnuhátta og þjóðfélagsskipunar, gerði minna
úr atburðarás Sturlungaaldar en áður var gert o.fl. Það var ekki að
ástæðulausu, að jafn ágætur sagnfræðingur og Ólafur Hansson
kvæði upp úr um það í ritdómi, að útgáfu þessa rits bæri að telja til
„stórtíðinda" í íslenzkri sagnfræði, og ritið „stórfróðlegt og bráð-
skemmtilegt aflestrar". Þessi ánægja yfir lofsverðu framtaki hins
unga og efnilega sagnfræðings mun þó ekki alls staðar hafa verið ríkj-
andi, því að það heyrðist, að sumir teldu hann fara leyfislaust inn á
svið, sem aðrir menn, honum eldri, hefðu helgað sér og ættu því for-
gangsrétt, ef nokkuð væri! Björn lét þó ekki deigan síga og gaf út
framhaldið, íslenzka skattlandið (fyrri hluta), sögu íslands frá 1262 til
1400, ritað á svipuðum grundvelli og bókin um þjóðveldið. Nú var