Saga - 1987, Qupperneq 17
BJÖRN ÞORSTEINSSON
15
VI
Árið 1969 hafði Björn gefið út Enskar heimildir um sögu íslendinga á 15.
og 16. öld, og í framhaldi af því sendi hann frá sér viðamikið vísinda-
rit, Enska öldin í sögu íslendinga, 1970; var það tekið gilt til doktorsvarn-
ar við heimspekideild Háskóla fslands, og fór sú athöfn fram 26. júní
1971. í þessu riti lagði Björn fram niðurstöður ýtarlegra rannsókna
sinna um langt árabil á því tímaskeiði íslandssögunnar, sem hann
nefndi „ensku öldina", og greina frá tengslum íslendinga og Eng-
lendinga á 15.-16. öld, er Englendingar sigldu hingað á norðurslóð
stórum flota, og þeim átökum, sem þar fylgdu í kjölfarið. Hér skal
ekki farið frekari orðum um hið ágæta rit Björns, en það var að mak-
leikum, að hann hlaut fyrir það hina æðstu lærdómsnafnbót. Pessi
frami hans varð til þess, að alls ekki var lengur stætt á því að ganga
framhjá honum við veitingu kennaraembættis í háskólanum; lektors-
starf í sögu, sem auglýst hafði verið laust um vorið, var veitt honum
1. júlí 1971.
Svo hittist á um þær mundir, að Magnús Már Lárusson, prófessor
í sögu, sem gegndi embætti háskólarektors, fékk sig leystan frá
kennslu; var Björn settur prófessor í hans stað og gegndi því starfi,
þar til Magnús fékk lausn frá embætti árið 1976, en þá var Björn
skipaður prófessor.
Það var ekki um að villast, að þar var réttur maður á réttum stað
sem háskólakennari, þar sem Björn Þorsteinsson var. Áhugi hans,
dugnaður og hinn sífrjói hugur hvatti nemendur til dáða og hlaut að
laða fram jákvæð viðhorf til sögunnar og viðleitni til athafnasemi í
námi. Ég hygg, að Björn hafi haft þá eiginleika til að bera, sem há-
skólastúdentar kunna bezt að meta í fari kennara sinna. Ég þykist viss
um, að fyrstu ár sín í háskólanum hafi hann notið sín einna bezt, þó
að hann hafi stundum fyllzt óþolinmæði og jafnvel vandlætingu yfir
því hversu hægt miðaði ýmsum málum á vettvangi sagnfræðinnar,
svo mikið hjartans mál sem honum var viðgangur hennar.
Það var mikið mein, að Björn bjó alltof skamman tíma við óskerta
starfsorku sem háskólakennari; beztu ár hans voru senn að baki,
heilsu þessa vinnuvíkings hnignaði, svo að hann kaus að láta af föstu
starfi árið 1979, er hann var liðlega sextugur, og gefa þá yngri mönn-
um tækifæri til að komast að; stundakennslu hafði hann þó á hendi
meira og minna næstu árin, eða þar til heilsan brast.