Saga - 1987, Page 18
16
EINAR LAXNESS
VII
Árið 1976 sendi Björn frá sér ritið Tíu þorskastríð 1415-1976, í tilefni
þess, að landhelgismálið leystist endanlega á því sama ári. Og eftir að
hann minnkaði við sig kennslu hélt hann ritstörfum áfram eftir mætti.
íslensk miðaldasaga kom út í tveimur útgáfum á vegum Sögufélags,
1978 og 1980, og var um nokkurt skeið notuð til kennslu í framhalds-
skólum, þótt hún væri ekki beinlínis samin til slíkra hluta. Árið 1979
sendi hann frá sér bókina Kínaævintýri á forlagi Bókaútgáfu Menning-
arsjóðs, skemmtilega frásögn, byggða á dagbókarblöðum frá 1956, er
hann fór í boðsferð til Kína, ásamt valinkunnu liði átta Islendinga,
Magnúsi Jónssyni, guðfræðiprófessor, próf. Jóni Helgasyni, Jakobi
Benediktssyni, Ólafi Jóhannessyni, Brynjólfi Bjarnasyni, Jörundi
Brynjólfssyni, Braga Sigurjónssyni og Kristjáni Bender. Þegar Björn
varð sextugur, 1978, gaf Sögufélag út afmælisrit honum til heiðurs, Á
fornum slóðum og nýjum, með ýmsum greinum hans og ritgerðum, auk
tabula gratulatoria, sem þar til heyrir, svo og ritaskrá Björns frá upp-
hafi.
Síðasta ritverk Björns var Islandssaga frá upphafi byggðar til okkar
daga, yfirlitsverk, sem þýtt var á dönsku og gefið út af Politikens For-
lag í fimm binda ritröð um sögu þeirra landa, sem fyrrum lutu danska
ríkinu. Þetta er allstór bók, yfir 300 bls., myndskreytt og vönduð í alla
staði, til sóma fyrir höfund og útgefanda. Rit þetta mun Björn hafa
samið að undirlagi vinar síns, danska sagnfræðingsins dr. Svends Elle-
höj, sem vissi Björn allra manna hæfastan til að færast þetta í fang. Ég
hygg, að þetta verkefni hafi verið mjög að skapi Björns, svo oft sem
hann hafði rætt um nauðsyn útgáfu íslandssögu á erlendum málum.
Svanasöngur Björns á ritvelli er þó enn ósunginn, því að á næsta ári
mun Sögufélag gefa út eftir hann íslandssögu, sem vonir standa til,
að verði hin veglegasta, og ekki síðri að búningi en danska útgáfan;
texti Björns verður fyllri í íslenzku útgáfunni, Bergsteinn Jónsson
mun semja sögu 20. aldar og Helgi Skúli Kjartansson hefur umsjón
með útgáfunni.
VIII
Til viðbótar þeim umfangsmiklu ritstörfum, sem Björn Þorsteinsson
innti af hendi og hér hafa verið nefnd, - þó hvergi nærri tæmandi, -