Saga - 1987, Page 20
18
EINAR LAXNESS
traustur félagi, sem aldrei léði máls á því að bera sannfæringu sína á
sölutorg sjálfum sér til upphefðar.
Björn ferðaðist ungur til Tékkóslóvakíu og var allar götur síðan
mikill vinur Tékka, og á árunum 1955-70 formaður í félagi, sem hélt
uppi vináttutengslum við þá. Það varð honum vitaskuld mikið
harmsefni, þegar sovézkur her réðst inn í landið í ágúst 1968, hand-
tók helztu forystumennina og flutti þá nauðungarflutningi til
Moskvu. Mér er minnisstætt, er Björn hryggur í huga sagði mér fyrst-
ur manna þessi ógnvekjandi tíðindi; ég man líka, hversu ótrauður
hann vann að mótmælafundi með fjölda ræðumanna, sem fordæmdu
harðlega framferði Rússa gegn vinveittri þjóð, sem vildi freista þess
að koma á hjá sér „mannúðlegum sósíalisma", vorið og sumarið 1968.
Það var ekki það, sem stundum hefur verið kallað „skriðdrekasósíal-
ismi", sem Björn Þorsteinsson og samherjar hans voru að berjast
fyrir.
Þá skal þess getið, að rangæskum æskustöðvum sínum sýndi Björn
mikla ræktarsemi, sem m.a. kom fram í störfum hans fyrir Rang-
æingafélagið í Reykjavík, en þar gegndi hann formennsku á árunum
1950-58.
Meðal hugðarefna Björns voru ræktunarstörf, og hann gaf sér
stundir til að sinna ræktun trjálundar í Hafnarfjarðarhrauni, ásamt
frændum sínum, um alllangt skeið; þangað fór hann oft til að hlynna
að og fylgjast með gróðrinum, og naut þeirra útiverustunda í ríkum
mæli. Vorið 1985 hlaut hann, ásamt fleirum, viðurkenningu af hálfu
Reykjavíkurborgar fyrir þessi ræktunarstörf sín. Það var með ólíkind-
um, hverju Björn kom í verk, og á furðu mörgum sviðum hafði hann
sannarlega goldið torfalögin.
IX
Björn Þorsteinsson kvæntist 29. júní 1946 Guðrúnu Guðmundsdótt-
ur, dóttur Guðmundar Finnbogasonar, landsbókavarðar, og konu
hans, Laufeyjar Vilhjálmsdóttur. Þau áttu eina dóttur, Valgerði, sem
er kennari að mennt, gift Ágústi Þorgeirssyni, verkfræðingi, og eiga
þau þrjú börn. Framan af hjúskaparárum sínum bjuggu þau Guðrún
og Björn í Reykjavík, í Suðurgötu 22, þar sem æskuheimili Guðrúnar
hafði verið; um 1960 fluttust þau að Fögrukinn 26 í Hafnarfirði, þar