Saga - 1987, Blaðsíða 25
LÚTHER í ÍSLENZKRI SAGNFRÆÐI
23
um þetta mikil og góð landhreinsun", segir Jón Gizurarson um víg
Diðriks frá Minden (Jón Gizurarson 1856, bls. 666, sjá og Oddur Einars-
son 1878, bls. 246). Annars eru þetta fánýtar vangaveltur. Enginn
þessara manna átti hægt um vik. Allir þrír voru þeir nátengdir hinni
nýju kirkjuskipan, Oddur og Jón Egilsson biskup og prestur og Jón
lögréttumaður Gizurarson hálfbróðir Brynjólfs biskups Sveinssonar.
Við verðum að gera ráð fyrir því, að allir þessir menn hafi verið full-
færir að greina á milli veraldlegrar valdabaráttu og þess, sem þeir hafa
skoðað sem umbótastarf Lúthers.
Ef einhver á um sárt að binda eftir íslenzka sagnaritun þessara síð-
ustu alda, er það Gizur Einarsson biskup. Langt er síðan menn þótt-
ust taka eftir því, að það myndi ekki með öllu einleikið, hve vel Jóni
Arasyni og sonum hans er borin sagan. Björn Teitsson kemst svo að
orði um þetta: „Sennilegt er að Jón Arason og þeir feðgar hafi er frá
leið hlotið meira píslarvættisorð en ella hefði orðið meðal þjóðarinnar
vegna þess að þeir voru afar kynsælir, og afkomendurnir héldu nöfn-
um þeirra mjög á loft" (Björn Teitsson 1977, bls. 1). Pótt ekki sé öldin
liðin, heyrum við tóninn hjá Oddi biskupi Einarssyni af öllum
mönnum: „En hann [Gizur] launaði honum ekki betur en fleiri aðrir,
sem biskup Ögmundur hafði margt gott og mikið til góða gjört"
(Oddur Einarsson 1878, bls. 243). Þessi áfellisdómur Odds biskups
skýrist aftur strax af því, altjent að nokkru, að hann átti Helgu, dóttur
Jóns sýslumanns Björnssonar, prests á Melstað, Jóns sonar biskups.
Það vekur annars athygli, að Oddur notar orðið „siðaskipti" en
ekki „siðbót". Þetta kann að skýrast af því, að það mun ekki hafa ver-
ið fyrr en á 17. öld, sem það varð algengt með mótmælendum í
Evrópu að tala um „Reformation" Lúthers. Orðið „siðbót" í merking-
unni „siðbreyting" Lúthers finnst ekki í prentuðu máli á íslenzku fyrr
en seint á 19. öld (Rice 1971, bls. 122, Orðabók Háskólans). Aftur á
móti finnst orðið „siðabót" hjá bæði Espólín og séra Árna Helgasyni,
sem annars tala báðir um „siðaskipti". - Ef orðið „siðaskipti" er þá frá
Oddi runnið. Hann er að vísu almennt talinn höfundur að „siða-
skiptaritgerðinni", sem samin er í Skálholti 1593. Hún er prentuð í
Biskupasögutn Bmf. eftir handritinu AM 236 4to. Það er án fyrirsagnar
(fyrirsögnin í Bisk.s. er frá útg.) en með millifyrirsögnum, og er ein
þeirra svohljóðandi: „Um höfuðsmennina og um atrekanda um siða-
skiptin og attektir í Viðey". En AM 236 er ekki frumrit, það er frá 17.
öld (svo tjáir mér Stefán Karlsson).