Saga - 1987, Side 26
24
JÓN THOR HARALDSSON
En ekkert snertir þetta Lúther. Augljóslega hefur þó Lúther býsna
fljótt komizt inn í vitund íslendinga og verið þar síðan, hvað svo sem
sagnfræðinni líður. Fræði Lúthers hin minni eða Sá litli katekismus hafa
séð fyrir því, og auk þess fylgdu formálar hans biblíunni allt til Steins-
biblíu árið 1728. Árið 1629 ber Þorlákur biskup Skúlason „hinn heilaga
Lutherum" fyrir því, að hver sá sem ekki gangi til altaris tvisvar,
þrisvar á ári skuli „reiknast fýrer einn heidingia og gudnijding" (Þor-
lákur Skúlason 1979, bls. 6). Um hálfri annarri öld síðar rifjar séra Jón
Steingrímsson það upp, að Lúther kalli veröldina „einn strákastöð-
ul", sem að sögn orðabókanna merkir samsafn götustráka eða glæpa-
hyski (Jón Steingrímsson 1945, bls. 311).
Úr því minnzt er á biblíuna, mætti drepa á eitt atriði, sem kannski
gæti verið til vitnis um það, að íslenzkir siðaskiptafrömuðir láti
„kenniföðurinn í Wittenberg", eins og hann er nefndur í handritaskrá
Landsbókasafnsins, leiða sig en ekki teyma. Frumreglan „sola fide"
eða fyrir eina saman trú er sem kunnugt er einn hornsteinn guðfræði
Lúthers. Reglan byggir einkum á alþekktri grein í Rómverjabréfinu:
„En hinn réttláti mun lifa fyrir trú" (1.17). Þetta þýddi Lútherfyrir eina
saman trú og hefði nú vísast verið kallað fölsun hjá okkur venjulegum
og dauðlegum hinum. Lúther stóð á því fastar en fótunum alla tíð, að
rétt væri þýtt út frá anda textans; kvaðst þýða hugmyndir, ekki orð
(t.d. Friedenthal 1967, bls. 375, og Bainton 1978, bls. 261).
Hvorki Oddur Gottskálksson né Guðbrandur biskup fylgja þó Lút-
her í þessu. Það er heldur ekki gert í dönsku biblíuþýðingunni frá
1550, sem kennd er við Kristján 3. og Guðbrandur hefur sjálfsagt að
einhverju leyti stuðzt við. Raunar kveður sú þýðing fastar að orði í
öðrum ritningarstað mikilvægum. Það er síðar í sama bréfi Páls (3.
28.), sem íslenzkar þýðingar segja á þá leið, að maðurinn réttlætist af
trú án lögmáls-verka, en sú danska hefur „alene formedels Troen". -
En lengra hefi ég ekki skoðað það mál.
Fyrsta íslenzka „úttekt" á Lúther, ef svo mætti að orði komast, er að
sjálfsögðu bréf Ögmundar Skálholtsbiskups árið 1539 til allrar alþýðu
manna í biskupsdæminu móti hinum nýja sið (DI X, bls. 413-15).
Þekkt er lýsing Ögmundar á villu Lúthers, kjarnyrt en kannski ekki
beint „theólógísk", að hún hafi „upphafit illt og efnislaust, middýkið
matalaust og endann afskapligan". Annað er í svipuðum dúr og
ástæðulaust að rekja það nánar. Biskup hefur þó í einu næsta smá-
vægilegu atriði haft nokkurt erindi fyrir erfiði sitt. Hann kemst þann-