Saga - 1987, Page 27
LÚTHER I ÍSLENZKRI SAGNFRÆÐI
25
!g að orði, að upp hafi risið „einn gramunkur". Pað er í bezta falli
onákvæmt að kalla Lúther grámunk, en þessi nafngift Skálholtsbisk-
ups hefur slæðzt inn í að minnsta kosti eina íslenzka kennslubók
(Ólafur R. Einarsson 1975, bls. 84).
Lúther var munkur af því, sem Guðbrandur Jónson nefndi „ein-
setubræðrareglu heilags Ágústínusar" (Guðbrandur Jónsson 1950,
bls. 138). Inn í fyrsta bindi Fornbréfasafnsins (DII) hefur aftur slæðzt
ærið villandi orðalag, eða svo sýnist leikmanni. Par segir svo (bls.
485) í skýringum við tiltekinn máldaga:
Klaustr það, sem sett var í Viðey, var Augustinaklaustr, eða
svartmúnka klaustr, og leiddu múnkarnir í þeim klaustrum
reglur sínar frá hinum heilaga kirkjuföður Augustinus (+ 430).
Búningr þeirra var svört síðhempa með hvítri kórkápu yfir.
Það er kunnugt, að Luther var í fyrstu svartmúnkr, eða af
Augustina reglu, og þaðan er komið að lútherskir prestar hafa
hempu svarta og hvítan slopp.
Það sem hér segir um búning þeirra einsetubræðra er sjálfsagt rétt,
°S einn armur reglunnar nefndist „Black Friars" á Englandi. Yfirleitt,
ef ekki alltaf, er þó orðið svartmunkur notað um dóminíkana, en með
þeim og einsetubræðrum Ágústínusar var sem kunnugt er forn óvild
a tíð Lúthers. Aðrir menn mér fróðari verða svo að segja til um, hvort
þessi skýring á „hempu svartri og hvítum slopp" lútherskra presta er
rétt.
Það gat naumast hjá því farið, að einhver þættist sjá líkindi með
þeim Lúther og Guðbrandi biskupi Þorlákssyni, þessum atkvæða-
miklu biblíuþýðendum. Að sögn Páls Eggerts Ólasonar var þetta al-
gengt áður, en sá samanburður, sem Páll gerir sjálfur, er einkar per-
sonulegur og trúlegast frá honum einum kominn. Hann er hér tekinn
ur riti Páls Saga íslendinga, 4.bd., en er auk þess að finna í Menn og
nienntir svo til eins (Páll Eggert 1944, bls. 321-22 og 1924 Menn og
menntir III, bls. 751-53):
Rithöfundar fyrri tíma líkja Guðbrandi byskupi oft við Lúther
og bera það í bætifláka fyrir stóryrði hans, að ekki hafi Lúther
jafnan stillt orðum sínum í hóf. Sýnir þetta eitt fyrir sig mat
manna á Guðbrandi byskupi. Lengra varð ekki til jafnað en
þessa fræga siðskiptafrömuðar. Ber og ekki allfátt til þessa
dóms. Guðbrandur byskup festi lúthersk trúarbrögð í landinu
og varð þjóð sinni svipaður fræðari í kristnum dómi sem Lút-