Saga - 1987, Síða 28
26
JÓN THOR HARALDSSON
her öðrum þjóðum. Skaplyndið virðist einnig skylt. Einbeitn-
in, ráðríkið, kappið og ofsinn var samkynja. Ef í milli bæri,
mætti helzt telja, að Guðbrandur byskup hafi verið öllu van-
stilltari og meiri tilfinningamaður. Leiddi þetta hann oft til
fyrirhyggjuleysis og óvarkárni. Spillti hann þá stundum fyrir
framgangi þess, er hann keppti að. í málaferlum sínum geyst-
ist hann fram á vígvöllinn í jötunmóði, beit í skjaldarrendur,
hlífði engum og gáði ekki, hvar högg á festi. En er af honum
rann berserksgangurinn, sá hann, að sverð hans hafði stund-
um þar numið í höggi stað, er mest mein gat af orðið málstað
sjálfs hans. Því varð hann oft að renna af hólmi, taka aftur orð
sín og ganga að smánarsættum sér til handa. Ráðríki hans og
stórlyndi réðu því, að hann gat engan þolað yfir sér innan-
lands. Atvikin réðu því, að Lúther lagði vald kirkjudeildar
sinnar í skaut konungum eða neyddist til þess, enda hafði
hann ekki, sem Guðbrandur byskup, af að segja þingum og
þjóðréttindum. Jafnvel í andlitsfalli þessara manna má þykja
sem kenni líkingar nokkurrar um svip og yfirbragð, og er þó
Guðbrandur byskup fegurri miklu sýnum og höfðinglegri,
með þeim hætti sem kyngöfgi í aldir aftur festir mannsmót í
kynstofni. Um eitt hefir Guðbrandur byskup þó ekki líkzt
þessum mikla kenniföður sínum. Þessi munur er trúargleði og
bjartsýni. Ekki lágu nema áratugir í milli þessara manna, og
þó er geysilangt í milli. Trúarstefnan tók svo skfótum breyt-
ingum. Eftir daga Lúthers syrtir að til muna. Lærisveinar
hans buðu mönnum að leggja á sig sterkan andvara við djöfl-
um og freistingum, töldu háskalega meinlausa gleðiauka. Að
þessu leyti einu stendur Guðbrandur byskup nær Kalvín en
Lúther.
Þó að okkur kunni að þykja þessi samanburður eilítið broslegur í
sagnfræðiriti frá því hartnær miðri 20. öld, er hann þó, að því er okk-
ur snertir, allrar athygli verður. Aðdáun Páls Eggerts á Lúther leynir
sér ekki í þessum samanburði, en annars staðar sést, að Páll telur
siðaskiptin ekkert lán íslendingum, öllu heldur þvert á móti (Páll
Eggert 1919 Menn og menntir I, bls. 190-91). En hvergi verður þess
vart, að hann láti Lúther gjalda þeirrar skoðunar sinnar. Og í stuttu
yfirliti yfir aðdraganda siðaskiptanna og framgang þeirra á Norður-
löndum er meira að segja sérstaklega vikið af vegi til að fría Lúther