Saga - 1987, Blaðsíða 29
LÚTHER 1ÍSLENZKRI SAGNFRÆÐI
27
ábyrgð á því, sem Páll telur bersýnilega eina öfughlið þessara atburða
allra:
Þókti höfðingjum, konungum og furstum, hér gott tækifæri til
þess að rísa undan kirkjuvaldinu, taka til sín vald kirkjunnar,
það er hún hafði haft, og ná undir sig eignum hennar. Þar með
er í engu hallað á höfund þessarar stefnu; fyrir honum vakti
endurbót í trú og siðgæði, og fyrir henni barðist hann með sín-
um miklu yfirburðum. En það var ekki hans sök, að hið and-
lega frelsi varð ekki meira í lútherskum sið um langar tíðir en
áður hafði verið í kaþólskum sið. Lúther hafði að vissu leyti
vakið þá öldu, sem hann réð ekki við (Páll Eggert 1922 Menn og
menntir II, bls. 271).
Frá Guðbrandi biskupi Þorlákssyni skyldi maður ætla, að leið lægi
til rita Arngríms lærða og Kirkjusögu Finns biskups hinnar miklu. Þó
er það svo, að hvorugur þessara manna minnist á Lúther nema þá
nánast sem í framhjáhlaupi. Aftur á móti er býsna athyglisverður
munur á tveimur höfuðannálum okkar eftir siðaskipti, Skarðsárannál
og Fitjaannál.
Annáll verður seint annað og meira en annáll, nema þá í „sögu-
formi" eins og hjá Espólín. Úr tólf örstuttum annálsgreinum Björns á
Skarðsá fæst með velvild beinagrind að sögu Lúthers 1483-1546.
„Fæddur sá loflegi Doctor Martinus Lutherus" - þetta er það eina,
sem gefur til kynna afstöðu annálsritara til kenniföðurins; lýsingar-
orðið „loflegur" er svo endurtekið við dauða Lúthers. Fitjaannáll er
sr,öggtum ítarlegri yfir þetta sama tímabil, bæði um Lúther og siða-
skiptin almennt, en það kveður við annan tón strax 1483: „Þann 10.
Novembris fæddist D. Martinus Lutherus, það útvalda guðs verk-
færi, í Eisleben". Hérna skýtur fyrst upp á íslenzku, það ég veit, hug-
myndinni um Lúther sem verkfæri guðlegrar forsjónar, sem hefur
raunar loðað við Lúther í umfjöllun íslendinga langt fram á okkar öld.
°g v'ö árið 1517 stekkur svo mærðin með alvæpni fram á söguspjöld-
in líkt og Aþena forðum út úr höfði Seifs: „Þann 31. Oktobris hóf sá
sæli guðsmaður D. Martinus Lutherus í Wittenberg að prédika það
hreina guðs orð á móti páfadómsins villum, og setti sig með alvöru og
guðlegu vandlæti á móti páfans aflátsbréfakaupmanni Jóhann Tezel-
io
Að sjálfsögðu getur slíkur munur sprottið af ólíkum lyndisein-
kunnum þeirra Björns á Skarðsá og Odds á Fitjum. Ég hygg þó, að