Saga - 1987, Side 30
28
JÓN THOR HARALDSSON
þessi munur sé að einhverju leyti til marks um almenna þróun. Fitja-
annáll er umtalsvert yngri en Skarðsárannáll; við nálgumst óðum öld
heittrúnaðarins. Hvað gleggst má greina þetta í viðauka Fitjaannáls
eftir séra Jón Halldórsson í Hítardal, þann afkastamikla og gagn-
merka fræðimann. Pað skortir ekkert á Lúthersdýrkunina, þegar
kemur að „Júbilhátíðinni" (orðið er hér tekið frá Espólín) árið 1717: „í
öllum lúterskum söfnuðum haldið almennilegt fagnaðarár og nefni-
lega þann 31. dag Octobris í þá minning, að guð uppvakti D. Martin-
um Lutherum Anno 1517, næsta dag fyrir allraheilagra messu, allra-
fyrst til að prédika opinberlega hreint guðsorð og augljóslega að
bevísa af guðsorði páfans lærdóm að vera rangan og hjátrúarfullan".
Öll lýsingin, sem á eftir fer af hátíðarhaldinu, er hástemmd eftir
þessu. Hér þykir mér ástæða til að staldra við og slá varnagla, raunar
sjálfsagðan: Mærðarmikill klerkastíll leynir sér að vísu aldrei. En við
skyldum ætíð varast að setja okkur á háan hest gagnvart viðfangsefn-
inu, hvert svo sem það er. Stíll, sem okkur fellur ekki í geð, kann að
hafa verið, og hefur oft og áreiðanlega verið, fullkomlega lögmætur
frásagnarmáti í söguriti á sinni tíð.
Það er annars af séra Jóni að segja, að þó að frásögn hans af siða-
skiptunum á íslandi sé hin merkilegasta og gefi tilefni til ítarlegrar
umfjöllunar, er ekki ástæða til að rekja þau fáu skipti, sem hann drep-
ur á Lúther. Helgimyndin er, ef svo mætti segja, komin á vegg.
Það fyrsta, sem í samfelldu máli á íslenzku mun vera birt um
Lúther, er Viðbætir Hálfdanar Einarssonar við svonefnda Biblíukjarna
eftir dansk-norska prestinn J.F. Horster. Það rit er prentað á Hólum
1776. Viðbætir meistara Hálfdanar er í reynd allítarleg kirkjusaga, 272
blaðsíður, að vísu í octavo.
Ekki er sjáanlegt, að meistari Hálfdan reyni neitt til að hefja sig yfir
það, sem kalla mætti þröng flokksviðhorf sinna evangelísku vina,
sem þó báru ekki alltaf gæfu til samþykkis: „Páfinn og hans skulda
lið, Keisarar og Kóngar gjörðu samband mót þessari litlu hjörð Kristí,
og Satan forsómaði ecki að sá illgresinu í þann nýhreinsaða Guðs
akur, fyrir innbyrðis sundurþycki í lærdóminum millum þeirra, er að
Guðs verki áttu að standa" (Hálfdan Einarsson 1776, bls. 355-56). Tet-
zel vesalinginn, sem guð og menn mótsnerust nema þá helzt Lúther,
kallar Hálfdan „óskammfeilinn orðsnáp", enda „rakaði þessi bófi
miklu gjaldi saman" (op.cit. bls. 310, nút. stafs.). Þetta sýnir svona