Saga - 1987, Síða 31
LÚTHER í ÍSLENZKRI SAGNFRÆÐI
29
nokkurn veginn tóninn, og alltaf er maður þó feginn hressilegu orð-
færi. Um kirkjuþingið fræga í Trient segir ella, að þar voru „endur-
nýjaðar og staðfestar" bæði „villur og hindurvitni" (op.cit. bls. 322). í
framhaldi af því vekur það einna helzt athygli við þessa ritsmíð, hve
hálærður guðfræðingur á sjálfri upplýsingaröldinni miðri sýnist allt
að því hræddur við kaþólsku kirkjuna, útbreiðslustarf hennar og
erindreka (op.cit. bls. 327 og áfr.).
Það liðu meira en fjórir áratugir, áður en Lúthers væri aftur getið í
íslenzkri sagnfræði svo teljandi sé. í tímarit Magnúsar Stephensens
Gaman og alvara skrifar Árni prófastur Helgason rúmlega 70 blaðsíðna
ritgerð „Um Siðabótarinnar birjun og framgáng, árin 1517 til 1555".
Þetta var árið 1818, og eins og vænta mátti var hvatinn 300 ára afmæli
siðaskiptanna með þartilheyrandi „Júbilhátíð" árið áður. Þessi ritgerð
er að því leytinu merkileg og snertir viðfangsefni þessarar ritgerðar að
í henni situr sagnfræðin í fyrirrúmi. Það kemur nefnilega í ljós, að
það sem séra Árni hefur raunverulegan áhuga á, er hin pólitíska saga
siðaskiptanna þessi ár, 1517 til 1555; frá aflátssölugreinunum frægu til
friðarins í Augsburg. Lýsing Árna á Lúther er líka allrar athygli verð;
þar um síðar.
„Hinn gáfaði kaldhyggjumaður" Árni Helgason - þetta er lýsing
Jónasar frá Hriflu (Jónas Jónsson 1955, bls. 69) - mun hafa verið hand-
genginn Magnúsi Stephensen og svipaðs sinnis og hann um mátt
skynsemi, fræðslu og upplýsingar. Það er því eðlilegt, út frá þeim
forsendum, að hann leggi þunga áherzlu á hvílík vanþekking hafi riðið
húsum fyrir siðaskiptin og dregur þá mynd dökkum litum: „Van-
þeckíng Norðurálfunnar var, meðan Páfaveldið stóð í blóma, ofboðs-
leg, trúarbrögðin vóru svipa í hendi þess rómverska Týranna, og
meðal til að auðga hann og ebla hans veldi, en hvörki upplýsingar nje
helgunar meðal manneskjum" (Árni Helgason 1818, bls. 12).
í framhaldi af þessu fléttast svo saman lofsvert umburðarlyndi séra
Arna gagnvart heiðingjum og rótfest óvild til „þess rómverska Týr-
anna":
En - ecki gat Páfum tekist að halda kristninni ávalt í villu þess-
ari. Fyrstu upplýsingar geislar fluttust til Spánar mað Sara-
cenum (Serkjum), og útbreiddust þaðan um Norðurálfuna.
Krossfarirnar juku hana enn betur, og þessa best flótti lærðra
manna til Vallands með fornar bækur Gryckja og Látínumanna,
þegar Tyrkjar tóku Miklagarð, 1453 (op.cit. bls. 12).