Saga - 1987, Qupperneq 32
30
JÓN THOR HARALDSSON
Umburðarlyndi séra Árna nær einnig til Erasmusar, og greinilegur
er sá vilji hans að sýna fulla sanngirni húmanistanum mikla; hann
segir:
Lúther og hans áhángendur höfðu mjög lagt hug á, að fá hann
til að gánga í lið með ser móti Pápistum, en hann var friðsam-
ari enn svo, að til vildi verða; þókti líka Lúthers aðferð heldur
svæsin og ofsaleg, en bjóst við, að með tímanum mundi öll
villa nærstum því sjálfkrafa hverfa. Fyrir þetta lagði Lúther
fæð á hann, og í mörgum brefum til vina sinna, sem á stund-
um prentuð útkomu, talaði hann um Erasmus svo foraktan-
lega, að öll von var til þótt þessi gæti ekki þolað þvíumlíkt (op.
cit., bls. 41).
Annars kann vel að vera, að Erasmus hafi höfðað sérlega sterkt til
séra Árna. Hann kemst svo að orði um Zwingli, og er bersýnilega hrif-
inn af: „Lærdóm sinn hafði hann helzt fengið af látínskum og
gryckskum Snilldarbókum fornalda" (op. cit., bls. 44). Zwingli var
sem kunnugt er undir sterkum áhrifum frá Erasmusi, og eilítið köld
skynsemistrú meistarans átti sterk ítök í lærisveininum. Og séra Árni
hefurbeinlínis verið kallaður skynsemisdýrkandi (Jónas Jónsson 1955,
bls. 70). - Raunar er ekki annað á séra Árna að skilja en Erasmus hafi
boriðhærra hlut í ritdeilu þeirra Lúthers (Árni Helgason 1818, bls. 42).
Eins og sjá má af þessu, er býsna mikill munur á viðhorfum Árna
Helgasonar og t.d. næsta fyrirrennara hans, meistara Hálfdanar. Ég
þarf væntanlega ekki að taka það fram, að þetta er gjörsamlega óskil-
greinanlegt hugtak og fyrir bragðið með öllu óvísindalegt, en séra
Ámi hefur það sem Hálfdan vantar, einhvern „historískan tón".
Hann hefur, eins og áður sagði, einkum áhuga á pólitískri sögu siða-
skiptanna og reynir að gera sér grein fyrir orsakasamhengi:
Marga af þeim [þ.e. „þeir pápisku furstar" í Þýzkalandi] var
farið að gruna um: að ráðagjörð Keisara miðaði miklu framar til
að auka veldi hans í landinu, heldur enn að eyða villumönn-
um; en þetta vissi Keisarinn ecki, að þeir mundu hafa njósnað,
ætlaði svo að brúka Pápista til að vinna Prótestanta, en egin
makt síðan til að undiroka Pápista (op.cit., bls. 53).
Séra Árni lýsir Lúther af aðdáun, hlýlega jafnvel, en það er ekkert
þrælbundið né gagnrýnislaust við þá aðdáun. Hann getur þess sér-
staklega eitt skiptið, að Lúther hafi komið fram „í auðmýktarinnar
inntakanda Skarti" og telur það bersýnilega ekki til daglegra við-