Saga - 1987, Síða 36
34
JÓN THOR HARALDSSON
fyrir sig. Það vekur einnig eftirtekt, að þegar Helgi telur í bókarlok í
tíu liðum „það, sem vjer Lúterstrúarmenn eigum vorum mikla kirkju-
föður Marteini Lúter að þakka", eins og hann orðar það, þá eru allir
liðirnir utan einn „neikvæðir", ef svo má að orði komast: Vér rangfær-
um eigi, vér gerum oss eigi seka um, vér höfnum, o.s.frv.
Sitthvað er missagt í fræðum Helga um Lúther og tæpast ástæða til
að elta ólar við það; hefur enda sjálfsagt margt verið góð og gild vara
í „prótestantískum" söguritum þessa tíma. Snöggtum meiri sagn-
fræðiblær þykir mér vera á ritum séra Þorkels Bjarnasonar, sem prest-
ur var á Reynivöllum í Kjós. Ágrip hans af sögu íslands, sem út kom
1880 og síðan óbreytt 1903, er enn á margan hátt eitt bezta rit sinnar
tegundar; m.a. gerir séra Þorkell þar hina virðingarverðustu tilraun til
þess að gera upp siðaskiptin sögulega, bæði til góðs og ills (Þorkell
Bjarnason 1903, bls. 73-76).
Séra Þorkell gaf einnig út sjálfstætt rit um sögu siðaskiptanna, Um
siðbótina á íslandi heitir það. Nú bregður svo undarlega við, að í for-
mála segir Þorkell það aðra meginástæðu þessara ritstarfa sinna, að
hallað hafi verið á Jón Arason í íslenzkri sagnaritun, þvert ofan í það,
sem oftast er haft fyrir satt. Hafi séra Þorkell ætlað sér að rétta hlut
Jóns biskups, gerir hann það á allra skynsamlegasta hátt, því að þetta
virðist einkar yfirveguð frásögn. Það skal þó ekki rætt hér, heldur
annað atriði sem snertir Lúther.
Strax þegar séra Þorkell minnist á Lúther, kemur fram, auk hefð-
bundinnar aðdáunar, ákveðin tilhneiging, alþekkt í sögunni, að
niðurlægja hetjuna, svo að hún megi síðar þeim mun glæsilegar upp-
hafin verða. Kannski er þessari hugsun, þessu „þema", hvergi betur
lýst en hjá H.C. Andersen í fyrsta kafla í Mit Livs Eventyr: „Man gaaer
forst saa gruelig meget Ondt igjennem [...] og saa bliver man
beramt!" Séra Þorkell kemst þannig að orði um Lúther: „Hinar 95
greinir hins umkomulausa munksfrá Wittenberg voru því morgunbjarmi
þess hins bjarta dags frelsis og mennta, sem með siðbótinni rann upp
yfir þjóðir Norðurálfunnar" (Þorkell Bjarnason 1878, bls. 24, leturbr.
hér).
Það ætti tæpast að þurfa að taka það fram, að Lúther var, þegar hér
var komið sögu', enginn „umkomulaus munkur" heldur doktor í guð-
fræði, kennari við háskólann í Wittenberg, prestur við hallarkirkjuna
og á kafi í því sem við myndum nefna stjórnunarstörf; eftirlitsmaður
með einum 15 klaustrum. Hreint ekki svo lítið af sálarkvölum Lúthers