Saga - 1987, Síða 37
LÚTHER IISLENZKRI SAGNFRÆÐI
35
stafaði af því, að hann komst ekki yfir lögboðnar föstur og bænahald
1 klaustrinu.
Eins og áður sagði, er siðaskiptafrásögn séra Þorkels öll hin yfirveg-
aöasta og sýnist góð sagnfræði. Eitt á hann erfitt með að fyrirgefa Giz-
uri biskupi Einarssyni, nefnilega það að ganga ríkt eftir því, að klerk-
ar gegndu köllun sinni, en gera ekkert til að bæta þeim tekjumissinn
við siðaskiptin. Og andvarpar síðan og sjálfsagt með réttu, eða hvað:
-/Þannig hófst þá þegar við siðaskiptin sú örbirgð klerkastéttarinnar á
Islandi, er allt til þessa dags hefir staðið henni í vegi fyrir velvegnun,
áliti og nægri menntun" (op.cit., bls. 80).
Eftir aldamótin síðustu mætti ætla, að meira jafnvægis tæki að gæta
i umfjöllun íslendinga um Lúther og siðaskiptin; að sagnfræði kæmi
i stað trúartilbeiðslu. Óneitanlega virðist nokkuð á þetta skorta í ítar-
legasta ritinu, sem samið hefur verið um Lúther á íslenzku, það er
ævisaga hans eftir séra Magnús Jónsson, þá prest á ísafirði. Bókin er
að vísu ekki hugsuð sem neitt vísindarit, heldur samin í tilefni af 400
ara afmæli siðaskiptanna, en mætti þó að ósekju vera ögn fræðilegri í
framsetningu allri.
Þannig segir í inngangskafla ritsins (Magnús Jónsson 1917, bls. 12-
13):
En á ýmsum kyrlátum heimilum var þó sú tegund guðrækni,
sem allra síst má gleymast. Þegar foreldrarnir voru að kenna
börnum sínum, þegar mæðurnar voru að syngja falleg söng-
vers við vöggurnar, þá kom þar fram sú guðrækni, sem á öll-
um tímum lifir ofar allri guðfræði. Þar kom fram innilegt guðs-
traust og ást til frelsarans, án allrar milligöngu klerka og
kirkju.
Þetta kann vel að vera rétt, en hver veit svona lagað? Rétt á eftir
segir:
Og þegar vjer athugum siðbótarhreyfinguna, og bergmálið
sem hún vakti um allt landið, þá verðum vjer fyrst af öllu að
muna þetta, sem oft hefir lítill gaumur verið gefinn, að út um
allt landið var dreift þúsundum heimila, þar sem andi siðbót-
arinnar hafði ríkt innan veggja, þó að enginn hefði komið hon-
um í búning orðanna.
Mundu hér ekki dregnar býsna víðtækar ályktanir af gizka litlum
heimildum, hvaðan sem nú Magnús hefur þetta? Hann tekur skýrt
fram, að ekki sé um neina frumrannsókn að ræða.