Saga - 1987, Qupperneq 38
36
JÓN THOR HARALDSSON
Annað dæmi svipaðs eðlis:
Á ýmsum stöðum tókst nú að brenna rit Lúthers, og afrjeð
hann því að fremja það verk, er yfirstje alla hans dirfsku fram
að þessu, og láta hart mæta hörðu. 10 desember 1520 sló hann
upp auglýsingu um það, að hann ætlaði að brenna hátíðlega
páfabréfið og lögbækur rómversku kirkjunnar. Fjöldi stúdenta
og lærðra manna háskólans gengur í skrúðgöngu að vettvang-
inum. Bálköstur er í skyndi hlaðinn og kveikt í, og bókunum
fleygt á glóðina. En er bálið var sem hæst, varpaði Lúther páfa-
brjefinu þar á og sagði á latínu: „Þar sem þú hefir grandað hin-
um heilaga guðs (sic), þá grandi bálið þjer". Steinhljóð var um
alla þyrpinguna, meðan brjefið var að brenna, og allirfundu, aö
einn af stórviðburðum mannkynssögunnar var að gerast undir þess-
um smávægilegu ytri viðburðum. Því næst gengu allir heim aftur
(op.cit., bls. 67, leturbr. hér).
Eftir þennan arnsúg sjálfrar mannkynssögunnar skaðar ekki að slá
á ögn léttari strengi. Ein þekktasta sagan um Lúther segir frá því, þeg-
ar hann sat í Wartburg og sá þar djöfulinn; Jón Árnason segir hana
svona:
Það var eitt kvöld, segir sagan, er Lúter skrifaði í ákafa, að
hann þóttist sjá kölska í einu horninu á herbergi sínu og sýnd-
ist honum hann ógna sjer. Greip Lúter þá blekbyttuna, og
snaraði henni þangað, sem hann þóttist sjá djöfulinn, og hvarf
hann þegar (Jón Árnason 1852, bls. 58).
En flest er frá manni tekið, og sagnfræðivísindi nútímans brjóta
nýtt land til ræktunar sinnar daglega. Magnúsi Jónssyni segist svo
frá:
Sagan um það, að Lúther hafi átt að sjá djöfulinn og henda í
hann blekbyttu, er hins vegar ekki sönn, og er smíðuð löngu
eftir daga Lúthers; og blekbletturinn, sem enn er sýndur á
gólfinu til minja um þetta, er vísast um líkt leyti til orðinn. Aft-
ur á móti sá Lúther svartan hund í rúminu sínu, sem hvarf á mjög
svo dularfullan hátt (Magnús Jónsson 1917, bls. 81, leturbr. hér).
Hvað segir ekki Árni Magnússon: „Það gengur svo til í heiminum,
að sumir koma erroribus á gáng, en aðrir leitast við að útrýma þeim
sömu erroribus, og hafa svo hvorir tveggja nokkuð að iðja".
Nú má enginn skilja orð mín svo, að Magnús geti ekki verið gagn-
rýninn líka á söguhetju sína; segir enda, að mikilmennin verði ekki að