Saga - 1987, Blaðsíða 40
38
JÓN THOR HARALDSSON
hástemmd: „Áhrif þessarar stuttu ræðu voru geysileg. Uppþot varð í
salnum. Lúter stóð þarna, magur og beinaber, með augnaráð svo
djúpt og fjarlægt, eins og sæi hann inn í annan heim. Píslarvottsblær-
inn færðist yfir ásjónu hans" (op.cit., bls. 265). Við þessa síðustu
setningu hefur einhver sett upphrópunarmerki í eintak Landsbóka-
safnsins af bókinni. Maður skilur hann hálft í hvoru, þótt alltaf sé
forkastanlegt að spilla bókum annarra.
Eitt skal enn talið. Hætt er við, að sumum þyki kenna nokkurs
ofmats á yfirstéttarkúltúr í þessari frásögn Magnúsar af Lúther í Eis-
enach:
Var hann þá svo heppinn, að efnuð kona, að nafni Úrsúla
Cotta, varð hrifin af söng hans og tók hann að sér. Er enginn efi
á, að Lúter varð það hið mesta lán, að komast á unga aldri á þetta efna-
heimili og venjast siðfáguðum háttum efnaðra borgara"(op. cit., bls.
250, leturbr. hér).
Hvað sem þessu líður, og öðru því sem sagnfræðingar flestir
myndu telja til syndar, svo sem það, að tilteknar þjóðir séu „að eðlis-
fari mjög röskar og athafnasamar" (op.cit., bls. 311), þá geturþó tæp-
ast leikið vafi á því, að þetta rit Magnúsar, sem að eigin sögn ætlaði
„að skrifa stutta og handhæga bók, þar sem það eitt væri tekið, er ekki
gæti talizt vansalaust að guðfræðikandidat væri ófróður um" (eftir-
máli, ársettur 1946), tekur langt fram flestu því, sem um kirkjusögu,
og þá um leið Lúther, hafði verið ritað á íslenzku. Ef mönnum kann
að finnast sem ég hafi verið óþarflega leitandi, og þá væntanlega
fundvís, á galla þessara rita Magnúsar en látið kostanna að litlu sem
engu getið, kann það að skýrast að nokkru af því, að ósjálfrátt gerir
maður meiri kröfur til hans um vísindaleg vinnubrögð en dr. Jóns
Helgasonar biskups.
Jón Helgason er ógóður sagnfræðingur. En sagnfræðingur vill
hann vera. í formála fyrsta bindis af fjögurra binda ritverki, Almenn
kristnisaga, er athyglisverð viljayfirlýsing, svohljóðandi:
Gera má ráð fyrir, að einhverjum þyki nýjabragð að sumu því,
sem haldið er fram í þessu bindi. Hjá því hefir ekki orðið
komist. Eg er mér að vísu engrar nýjungasóttar meðvitandi,
en hitt hefi eg ávalt reynt að hafa hugfast, að einnig kristnisag-
an er fyrst og fremst saga, svo að þar má engan mælikvarða
nota annan en hinn sögulega og engar hliðsjónir mega þar