Saga - 1987, Qupperneq 41
LÚTHER í ÍSLENSKRI SAGNFRÆÐI
39
hafa áhrif á framsetninguna aðrar en hliðsjónin á sögulega sönnu og
réttu (Jón Helgason 1912, bls. III-IV).
í formála fyrra bindis að Kristnisögu íslands áréttar Jón þetta aftur:
«Eg hefi gert mér alt far um, að halda því einu fram, sem eg vissi
sögulega sannast og réttast, og að forðast að láta nokkrar hliðsjónir
aðrar hafa áhrif á dóma mína um menn og málefni" Qón Helgason
1925, bls. VI).
Það var sagt um enska sagnfræðinginn Froude, að hann hefði snúið
ser að sagnfræði til að leita sannana að fyrirframskoðunum sínum.
Við því er víst fleirum hætt, og sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrsta
steininum. í formála fyrir síðara bindi Kristnisögu íslands kemur fram,
að biskup hefur þótzt vita nokkurn veginn hvað það myndi leiða í
Ijós, sem hann vissi „sögulega sannast og réttast", þar segir:
Þó el ég þá von í brjósti, að mér hafi nokkurn veginn auðnast
að ná því takmarki, semfrá upphafi vaktifyrir mér með ritverkiþessu:
að gefa með því sem glegst yfirlit yfir merkilegan þróunarferil
íslenzkrar kristni í höfuðdráttum, er borið gæti vitni um heilla-
rík áhrif kristnihaldsins á þjóðlífið og sýndi með því hvílíka
þakkarskuld þjóð vor á kirkju íslands og kristni að gjalda og þá
um leið þeirri stétt, sem öld eftir öld hefir borið kristnihald
þjóðar vorrar á herðum sér (Jón Helgason 1927, bls. V, leturbr.
hér).
Svipaðan samanburð má reyndar gera á 1. og 4. bindi hinnar
Ahnennu kristnisögu.
í þriðja bindi Almennu kristnisögunnar er strax sleginn tónn hetju-
óýrkunarinnar á Lúther. Þar segir:
Þær tilraunir til umbóta innan katólsku kirkjunnar, sem gerðar
voru á 15. öld, höfðu ekki borið þann árangur, sem þurfti. Til
að koma af stað þeirri vatnsins hræringu, sem verulega mun-
aði um, þurfti afburðamann, sem af eigin reynslu vissi hvar
skórinn krepti, - mikilmenni mótað af guðs anda, með glögg-
um skilningi á kröfum tímans, með hugrekki og hetjulund, er
ekki lætur bugast af neinum tálmunum. Áður en liðinn var
fyrsti tugur 16. aldar kom slíkur maður fram á sjónarsviðið þar
sem var Ágústíninga-munkurinn Marteinn Lúter, hinn ódauð-
legi höfundur þýzku siðbótarinnar (1483-1546) (Jón Helgason
1917, bls. 186).