Saga - 1987, Blaðsíða 43
LÚTHER IISLENSKRI SAGNFRÆÐI
41
„Og svo kom blessað stríðið". Það var á stríðsárunum síðari, sem
Sverrir Kristjánsson flutti í útvarp og gaf út síðan fyrirlestraröð, sem
hann nefndi Siðskiptamenn og trúarstyrjaldir. Einn fyrirlesturinn fjallar
um Lúther. Stílsnilld Sverris og listræn frásögn eru flestum kunn; það
hlýtur að hafa verið hreinasta unun að heyra hann flytja þessi erindi
í fábreytni allrar dægrastyttingar í þann tíð. Sverrir var sósíalisti, og
eiginlega mátti búast við meiri marxisma í þessum erindum. Þó eru
þau að mjög miklu leyti það sem kalla mætti pólitísk persónusaga;
það á líka við um Lúther. Til þess liggja ýmsar ástæður, sem ekki
verða raktar hér.
Kafli Sverris um Lúther markar að því leyti tímamót í umfjöllun
islenzkrar sagnfræði um siðaskiptajöfurinn, að þá fyrst hefur verald-
arhyggjan, „sekúlariseringin", sigrað. Það er ekki lengur „trúarhetj-
an" hvað þá „samvizkuhetjan", sem er til rannsóknar, heldur maður-
lnn Lúther í stormum sinna tíða, áhrif hans til ills eða góðs. Þetta er
ekki þann veg að skilja, að Sverrir láti sér á sama standa um Lúther.
Fáir hafa fellt jafn þungan siðferðis- og áfellisdóm yfir Lúther, þegar
hann brást bændum, og einmitt Sverrir Kristjánsson.
Eftir Siðskiptamenn og trúarstyrjaldir Sverris er sáralítið um Lúther
ntað á íslenzku og verður nú ekki lengur rakið. Og þá er tími til kom-
'nn að hyggja að niðurstöðum.
Það sýnist augljóst, að Lúther hefur að engu goldið þess, með
hverjum hætti siðaskiptin bar að á íslandi. Þó hefur mér fundizt,
kannski er það aðeins tilfinning, að íslenzkir rithöfundar kinoki sér
við að segja það berum orðum, þótt þeir viti það fullvel. Að því ég
bezt veit, kveður séra Þorkell á Reynivöllum fyrstur þeirra, sem um
Lúther fjalla, upp úr um það að siðaskiptunum hafi verið komið hér á
með „hervaldi og kúgun konungs" eins og hann orðar það (Þorkell
Ejarnason 1878, bls. 61-62). En þögn annarra um þessa hlið málsins
stafar áreiðanlega ekki af neinni tillitssemi við Lúther.
Sáralitla ef nokkra þróun er unnt að greina á ímynd Lúthers í vit-
und íslendinga. Þeir virðast mjög snemma hafa sett hann sem hvert
annað goð á stall þar sem hann haggaðist ekki öldum saman. Þegar
fyrst eilítið fer að gusta um goðið, það er hjá séra Árna Helgasyni, er
það fremur að áhugasviðið breytist en að ætlunin sé að stugga
neitt við Lúther. Það væri frekar ástæða til að undrast, hversu lengi
Lúther hélt áfram að vera þessi óbreytanlega stærð í íslenzkum hug-
arheimi.