Saga - 1987, Page 44
42
JÓN THOR HARALDSSON
Til þess að sýna að ég sé ekki með ollu ósnortinn af viðfangsefninu,
kýs ég að ljúka þessari samantekt með smákafla, sem Guðmundi
Finnbogasyni fannst ástæða til að þýða úr verkum þýzka skáldsins
Heine. Petta var árið 1909, og kaflinn heitir einfaldlega Lúter:
Um siðbótina gera Frakkar sér mjög rangar hugmyndir, og þá
ekki síður um höfuðmann hennar. Petta skilningsleysi mun
fyrst og fremst eiga rót sína í því, að Lúter er ekki aðeins
mestur, heldur og þýzkastur allra manna í sögu vorri, að í
skapferli hans koma saman svo kynjum sætir allir kostir og
lestir Þjóðverja, að hann er jafnframt persónulegur fulltrúi
hins undursamlega Þýzkalands. Hann var og gæddur eigin-
leikum er sjaldan fara saman og venjulega eru rammar and-
stæður. Hann var hvorttveggja í senn, draumlífur dulspeking-
ur og skörungur til athafna. Hugsanir hans voru ekki aðeins
vængjum gæddar, heldur og höndum, orðum hans fylgdu
athafnir. Hann var ekki einungis tunga heldur og sverð sinnar
aldar. Þá var hann og hvorttveggja í senn, kaldrænn skóla-
bundinn orðkljúfur og spámaður fullur guðmóðs og andagift-
ar. Þegar hann hafði setið allan daginn við torveldar trúar-
skýringar, þreif hann að kvöldi hljóðpípuna sína og horfði á
stjörnurnar gagntekinn af tónahreim og trúarunaði. Hann sem
gat verið orðhákur eins og fisksölukerling, hann gat líka verið
bljúgur eins og blíðlynd mær. Oft var hann ólmur eins og
ofviðrið sem rífur upp eikur með rótum, og svo var hann aftur
blíður eins og blærinn sem hjalar við fagrar fjólur. Hann var
gagntekinn af geigursfullum guðsótta, fullur sjálfsafneitunar
til dýrðar heilögum anda, hann gat sökt sér niður í hreinan
andans unað, og þó bar hann glögt skyn á dýrðir þessarar jarð-
ar og kunni að meta þær, og af vörum hans leið hið alkunna
orðtak:
Sá sem aldrei elskar vín
óð né fagran svanna,
hann er alla æfi sín
andstygð góðra manna.
Hann var heill maður, mér liggur við að segja algjör maður.
Þar er engin aðgreining anda og holds. Það væri því jafnrangt