Saga - 1987, Page 50
48
LOFTUR GUTTORMSSON
Mikilvægur þáttur í eflingu miðstjómarvalds og skilvirkrar stjórnun-
ar var að koma reglu á söfnun upplýsinga um þegna ríkisins, tölu
þeirra, búsetu, framfærslugrundvöll og almennt háttalag, bæði í ver-
aldlegum og andlegum efnum. f þessu skyni var brátt farið að koma
á fót stofnunum sem urðu vísir að manntalsskrifstofum og hagstofum
nútímans. í Svíþjóð og Danmörku urðu slíkar stofnanir til fyrir miðja
18. öld: Commerce Collegium í Kaupmannahöfn og Tabellverket í Stokk-
hólmi 1749.1 Þessar stofnanir fengu til úrvinnslu upplýsingar sem
safnað var með kirkjubókhaldi á vegum prestastéttarinnar.
Athyglisvert er að í áðurnefndum tveimur ríkjum voru reglur um
kirkjubókhald lögfestar þegar á 17. öld, þ.e. mörgum áratugum áður
en stofnað var til eiginlegra manntala og vitneskja fengist þannig um
íbúatölu þeirra í heild. í Danmörku var fyrst tekið reglulegt manntal
árið 1769. Sérstakar ástæður réðu því að á íslandi var þessu öfugt
farið: manntalningin 1703 fór hér fram ríflega fjórum áratugum áður
en fyrirmæli voru gefin um færslu kirkjubóka. Sem kunnugt er birtust
þau í heilu lagi í erindisbréfi handa biskupum 17462 - einni af þeim
mörgu tilskipunum sem settar voru hér að undirlagi Ludvigs Harboes.
Nokkru áður eða frá 1735, þegar farið var að krefja sóknarpresta um
árlegt yfirlit yfir fædda og dána í sóknum þeirra, höfðu þeir raunar
fengið óbeint tilefni til að skrá prestsverk sín.3
Þegar ræðir almennum orðum um kirkjubækur, verður flestum
eðlilega fyrst hugsað til skráa yfir prestsverkin - skírnir, fermingar,
hjónavígslur og greftranir - þ.e. svokallaðra prestsþjónustubóka. í eðli
sínu eru þær að öllu leyti sambærilegar þeim kirkjubókum sem
dönskum sóknarprestum hafði réttri öld áður verið fyrirskipað að
færa.4 Öðru máli gegnir um þá tegund kirkjubóka sem yfirleitt kallast
sóknarmannatöl (eða skv. upprunalegra orðalagi sálnaregistur, húsvitj-
unarbækur): í dansknorska einveldinu er ísland eitt um að hafa eign-
1 Utterström: „Some Population Problems in Pre-industrial Sweden" (1954), 107;
Bacher: „Population Statistics ..." (1958), 214.
2 Lovs. for Isl. 2 („Instruction for Superintendenterne i Island", 31. gr.), 657-58.
3 Sjá Lovs. for Isl. 1 („Reskript til Biskopperne ang. aarlig Fortegnelse over Fodte og
dode"), 226-37. Sjá ennfremur Guðmundur Hálfdánarson: „Mannfall í Móðuharð-
indum" (1984), 141.
4 Jorgensen: „Les registres paroissiaux et d'état civil au Danemark" (1958), 37-41;
Bacher: Tilv. gr.