Saga - 1987, Page 52
50
LOFTUR GUTTORMSSON
sóknarmannatala.'Ætlunin er öllu heldur að rekja nokkra þætti úr
myndunarsögu þeirra kringum miðja 18. öld og taka um leið til
endurskoðunar hugmyndir sem fræðimenn hafa áður gert sér um
framkvæmd laganna um kirkjubókhald hér á landi. Fyrst ræðir um
hvernig biskuparnir á Hólum og í Skálholti túlkuðu opinber ákvæði
um skráningu sóknarmanna og fylgdu þeim eftir, hvor á sinn hátt.
Sýnd verða dæmi um hvernig reynt var í upphafi að venja presta
landsins við aga skrifræðisins - þá reglusemi og kostgæfni sem hvers-
dagsleg skýrslugerð útheimtir. Pá verður sýnt fram á að árangurinn
af viðleitni yfirvalda fór mjög eftir því hvernig yfirvöld gegndu eftir-
litsskyldu sinni - hversu fast þau héldu sóknarprestum við fyrirmæli
laganna og hversu hjálpleg þau reyndust við að leiðbeina þeim sem
kunnu, margir hverjir, lítt til verka á þessu sviði. Jafnframt verður
gengið úr skugga um, með því að kanna leifar hins kirkjulega stjórn-
sýslukerfis, hve almennt prestar hafi verið farnir að framfylgja
ákvæðum laga um skráningu sóknarbarna sinna fyrstu 10-15 árin eft-
ir að þau tóku gildi.
Hvernig skyldi skrúningu sóknarmanna hagað?
í hinum píetísku tilskipunum koma fyrirmæli um færslu sóknar-
mannatala fyrir á tveimur stöðum: annars vegar, eins og áður segir, í
erindisbréfi handa biskupum 1. júlí 1746 og hins vegar í Forordningu
um hús-vitjanir 27. maí s.á. Þar sem þessi tvenn fyrirmæli eru ekki
samhljóða, er ástæða til að birta þau hér orðrétt.
1 31. gr. erindisbréfsins stendur m.a.:
Biskoppen skal tilholde sine underhavende Præster at holde
rigtig Bog: a) over kongelige Befalninger, Acta synodalia og
Biskoppernes Circulair-Breve...; b) over Fodde, Dode og Co-
pulerede; c) over dem, som ere confirmerede; hvilke trende
Boger bestandig skal være Kirkens Eiendom, og skal
Biskoppen, hver Gang han kommer paa Visitats, tegne udi
hver af disse Boger at han har seet dem. d) atforfatte et ordentlig
Sjeleregister, især over Ungdommens Navne, Alder Læsning og
1 Um þetta atriði ræðir nokkuð í grein minni, „Læsefærdighed og folkeuddannelse
...", 142-43. Á öðrum stað mun ég fjalla um hversu treysta megi aldursupplýsing-
um sóknarmannatala frá 18. öld.