Saga - 1987, Síða 53
VIÐ RÆTUR KIRKJULEGS REGLUVELDIS Á ÍSLANDI
51
Profect, som skal tilstilles Biskoppen paa sin Visitats, forat erfare, om
saaledes befindes... [leturbreyting mín]1.
Um þetta efni segir svo í 21. grein húsvitjunartilskipunarinnar:
.. .skal það hér með öllum prestum á íslandi allranáðugast vera
befalað, að einn og sérhvör af þeim samantaki yfir hans tiltrú-
aðan söfnuð eitt manntals registur uppá gamla og unga, gifta
og ógifta, og í því sama í vissum dálkum innfæra eins og sér-
hvers tilstand og ásigkomulag, hvaða grundvöll þeir hafa í
sínum kristindómi, hvört þeir kunni að lesa á bók eður ei,
hvað mörg börn og hjú þeir hafi, þeirra þekking og framferði,
hvörninn þeim er stjórnað, hvaða bók þar brúkast til daglegs
húslesturs og guðhræðslunnar iðkunar...2
(... skal det hermed være alle Præster paa Island allern.
anbefalet, at enhver af dem for sin anbetroede Menighed for-
fatter et Mandtals-Register over Gamle og Unge, Gifte og
Ugifte, og i samme udi visse Rubriquer anfore enhvers Til-
stand og Beskaffenhed, hvad Grund de have i deres Chris-
tendom, om de kan læse i Bog eller ikke, hvormange Born og
Tyender de haver, deres Kundskab og Opforsel, hvorledes de
anfores, hvad for en Bog til daglig Huus-Læsning og
Gudfrygtigheds-Ovelse bruges...)
Ljóst er að fyrirmæli húsvitjunartilskipunarinnar kveða miklu nánar
en erindisbréfið á um bæði tilganginn með sóknarmannatalinu og
hönnun („innréttingu") þess.3 Þetta er ekki nema vonlegt þegar gætt
er að því að sóknarmannatalið átti beinlínis að sýna og geyma niður-
stöður húsvitjunarinnar - „upp á það að presturinn því heldur kynni
að vita og minnast fundins ásigkomulags síns safnaðar og gjöra skil
fyrir því, nær þess af biskupinum eður voru kirkju inspections col-
legio kann að verða óskað...".4 Varðandi „ásigkomulag" safnaðarins
sem hér er vísað til, var prestinum ætlað að skrá sérstaklega þekkingu
1 kristindómi, lestrarkunnáttu og framferði, sem og bókakost til dag-
legs húslestrar. Hvaða ráðum prestur skyldi beita til þess að sóknar-
1 lovs. for Isl. 2, 657-58.
2 Alþingisbækur íslands 13 (1973), 538. (Lovs. for Isl. 2. 575-76; frumtexti.)
I „Inngangi" að Prestsþjónustubækur og sóknarmannatöl (1953) rekur Jón Guðnason
fyrirmælin um sóknarmannatöl aðeins eftir erindisbréfinu þótt hann vísi jafnframt
til tilskipunarinnar. Fyrir bragðið verður lýsing hans nokkuð ónákvæm.
4 Alþingisbækur íslands 13 (1973), 537-38.