Saga - 1987, Page 55
VIÐ RÆTUR KIRKJULEGS REGLUVELDIS Á ISLANDI
53
börnin fylgdu settum reglum í þessu efni, er svo nánar ákveðið í þess-
ari tilskipun (svo og ýmsum öðrum sem settar voru að undirlagi Har-
boes). Skráningin átti þannig að bera vitni um þann árangur sem
sóknarbörnin hefðu á hverjum tíma náð í andlegri uppbyggingu und-
ir vökulu auga sálnahirðisins.
Þar sem erindisbréfið var gefið út nokkru seinna en tilskipunin, er
skiljanlegt að ekki hefur þótt ástæða til að endurtaka þar í einstökum
atriðum ákvæði hinnar síðarnefndu. Nóg þótti að vísa til þeirra með
almennum orðum um leið og biskupi var uppálagt að fylgjast með því
að sóknarprestar í stifti hans semdu „eitt manntals registur" (et
ordentlig Sjeleregister).
Þegar til kastanna kom, átti þetta misræmi í hinum opinberu fyrir-
mælum eftir að valda nokkurri óvissu og ruglingi. Heimildir eru fyrir
því að prófastar, sem i stjórnkerfi kirkjunnar voru milliliðir milli bisk-
ups og sóknarpresta, kölluðu eftir því að yfirvöld tækju hér af tví-
maeli. Á prestastefnu í Hólastifti árið 1748 spurðist Porsteinn Péturs-
son, prófastur í Húnaþingi, þannig fyrir um „hvorledes Sjæleregi-
stret skal indrettes, om over Ungdommen allene, eller over unge og
gamle?"1 Hólabiskup svaraði því til, með tilvísun í 21. gr. húsvitjun-
artilskipunarinnar, að sálnaregistrið ætti að taka jafnt til ungra sem
gamalla.2
Þrátt fyrir úrskurð biskups munu þeir prestar í Hólastifti, sem á
annað borð færðu sálnaregistur á tímabilinu 1748-1758, hafa látið
nægja að skrá ungdóminn í anda fyrirmælanna í erindisbréfinu. Að
þessu hefur líklega stuðlað mjög umburðarbréf sem Halldór Brynj-
ólfsson biskup hafði sent próföstum nokkrum mánuðum áður en
haldin var prestastefnan þar sem Þorsteinn Pétursson prófastur lagði
fram fyrirspurn sína. Með bréfinu fylgdi „Formulair uppa Salna
hegistur yfir Ungdomen" - forskrift að eyðublaði sem sóknarprestum
var ætlað að fylla og senda síðan prófasti.3 (Sjá 1. mynd.) Fyrirmynd-
m sem prestum var hér með látin í té virðist hafa vegið mun þyngra
a metaskálunum en sú leiðbeining sem fólst í svari biskups við fyrir-
1 Þjskjs. Kl-6 (1748): Skýrsla Halldórs Brynjólfssonar til General-Kirke-Inspections
Collegium (hér eftir stytt GKIC), 26/9.
2 Sama skjal. - Þessum úrskurði samsinnti síðan GKIC í bréfi til biskups, sjá Þjskjs.
Bps. B IV, nr. 22 (1746-1791), 6/5 1749.
3 Sjá aftanmálsgr. 1.