Saga - 1987, Page 56
54
LOFTUR GUTTORMSSON
spurn sr. Þorsteins á Staðarbakka. Svo mikið er víst að sálnaregistrin,
sem varðveist hafa frá þessu tímabili úr fimm prestaköllum nyrðra,
eru öll af ungdómsgerðinni, þ.e. telja aðeins einstaklinga á aldrinum
7-20 ára.1 Og á árabilinu 1759-1784 finnast í Hólastifti aðeins tvö
almenn sóknarmannatöl - annað yfir Ríp (og Viðvík) í Skagafirði,
fært nokkrum sinnum á árunum 1759-1766, og hitt yfir Hrafnagil (og
Kaupang) í Eyjafirði, fært tvívegis, 1769 og 1771; þar að auki er í báð-
um þessum tilvikum um að ræða gloppóttar færslur.2 Þessi útkoma er
mjög frábrugðin því mynstri sem (varðveitt) sálnaregistur í Skálholts-
stifti 1748-1758 bera með sér: þaðan eru til allmörg almenn sálna-
registur en aðeins eitt af ungdómsgerðinni.3 Þannig er ljóst að flestir
prestar í Skálholtsstifti hafa í þessu efni fylgt fyrirmælum húsvitj-
unartilskipunarinnar.
Tvennt mun hafa stuðlað að því að færsla sóknarmannatala varð
framan af með ólíkum hætti í biskupsdæmunum tveimur. í fyrsta lagi
kann hér að gæta áhrifa af fordæmi Harboes: á yfirreið sinni um Hóla-
stifti 1742-1743 lét hann sóknarpresta yfirheyra ungdóminn í sinni
áheyrn og skráði síðan niðurstöður en í Skálholtsstifti krafði hann aft-
ur á móti sóknarpresta (1744-1745) óbeinna upplýsinga um allan
söfnuðinn, fjölda sóknarmanna og hve margir þar af teldust læsir.4 Til
þess aftur að svara þessari kröfu hafa prestarnir ekki komist hjá því að
taka a.m.k. óformlegt sóknarmannatal. Geta má þess til að með þessu
móti hafi þeir að vissu leyti verið „stilltir inn á" að skrá alla sóknar-
menn þegar þeim var skv. fyrirmælunum frá 1746 gert að semja „eitt
manntals registur". í skiptum þeirra við Skálholtsbiskup verður held-
ur ekki vart neinna efasemda um að sálnaregistrið skuli ná til allra
sóknarmanna. f öðru lagi bendir allt til þess að biskuparnir í hvoru
1 Sjá Loftur Guttormsson: Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld (1983), 86, 89-90.
Fimmta registrið, til viðbótar við þau fjögur sem tilgreind eru á tilvísuðum stað, er
frá Múla í Aðaldal og hefst 1750, sjá Pjskjs. Preslþjónustubækur og sóknarmannatöl, IX.
9: „Prestsverkabók síra Jóns Þorleifssonar 1741-1785". - Benda má á í þessu sam-
bandi að mikill meirihluti norskra sálnaregistra sem varðveist hafa frá svipuðum
tíma, telur aðeins ungdóminn, sjá Helgheim: Tilv. gr.
2 Sjá aftanmálsgr. 2
3 Sjá Loftur Guttormsson: Bernska, ungdómur ..., 86-87. - Annað (yfir Eydali) bætist
hér við 1762. Heimildir eru fyrir því að í nokkrum öðrum prestaköllum, einkum i
vesturhluta stiftisins, hafa verið færð ungdómsregistur þótt ekki hafi varðveist, sjá
aftanmálsgr. 3.
4 Loftur Guttormsson: „Læsefærdighed ...", 184 (tilv.gr. 152).