Saga - 1987, Page 58
56
LOFTUR GUTTORMSSON
ekki fyrr en sumarið 1750 að hann komst til að vitja vestari hlutans,
frá Eyjafirði til Húnaþings.1 Haustið 1748 sendi hann GKIC fyrstu
skýrslu sína. Um húsvitjanir presta segist honum svo frá:
Skeer Husbesogelsen hos alle Eengang om Aaret; hos Een deel
meer, dog icke fuld toe gange, alt efter som de kand muhelig
af stæd komme.2
í sömu skýrslu kemur fram að sökum pappírsskorts hafi prestar ekki
getað fært „deres Kirke Boger men nu ere de i Stand hos de fleeste,
efter som jeg har Relation om paa mit Circulair Bref til Provstene og
Præstene...".3 Sú spurning vaknar hvort sálnaregistur sé hér talið
með „kirkjubókum". Umburðarbréfið frá 1748 sem biskup vísar hér til
(sbr. framar s. 53) bendir ekki til að svo sé. í umræddu bréfi er pró-
föstum m.a. uppálagt að áminna presta um að senda sér árlega grein-
argerð um hvort þeir hafi fært þær þrjár kirkjubækur sem kveðið er á
um í 31. gr. erindisbréfsins, þ.e. kópíubók, prestsþjónustubók og
„Yfer Confirmerada, sem eiga ad liggia allar þriár á kyrkunum. Og (d)
Salna Registur."4 5 Hér hefur biskup fylgt náið orðalagi erindisbréfsins.
í sömu átt hnígur það sem segir í bréfi sem kirkjustjórnarráðið sendi
biskupi vorið 1749 - sem eins konar kvittun fyrir skýrslu hans frá
árinu áður; kvað það vel „at de udi Instruxens 31. artic. anbefalede 3
Kirkeboger paa de fleste Steder, ere indrettede." Aftur á móti þyrfti
að reka á eftir því að prestar stunduðu betur húsvitjanir.'’
Pessi boðskipti bera það með sér að sálnaregistur hafi ekki verið tal-
ið með þeim „kirkjubókum" sem um er rætt. í bréfi GKIC er það ber-
sýnilega undanskilið. Þaö styður líka þessa túlkun að á sama tíma og
ekkert almennt sálnaregistur er varðveitt frá því um miðja 18. öld,
fyrirfinnast frá þessum tíma (1746-1758) prestsþjónustubækur yfir 18
af samtals 64 prestaköllum í Hólastifti (þ.e. um 28% prestakalla).6
Með hliðsjón af því sem næst verður komist um það hversu margar
bækur hafa glatast af öllum þeim sem voru sannanlega færðar (sjá bls.
1 Mishermt er hjá Porsteini Péturssyni (Sjálfsævisaga ..., 133) að biskup hafi vísiterað
Húnaþing 1749. Skýrslur biskups sýna að það gerðist ekki fyrr en 1750, sbr. tilvísun
í nmgr. 32.
2 Þjskjs. Kl-6 (1748): Bréf Halldórs Brynjólfssonar til GKIC, 19/9. Aftanmálsgr. 5.
3 Sama skjal.
4 Sjá tilvísun í aftanmálsgr. 1.
5 Þjskjs. Bps. B IV, 22 (1746-1791): Bréf GKIC til Halldórs Brynjólfssonar, 6/5 1749.
6 Sjá Prestsþjónustubækur og sóknarmannatöl (1953), 48-61.