Saga - 1987, Page 60
58
LOFTUR GUTTORMSSON
Petta þarf þó ekki að þýða að prestar hafi afrækt lögboðnar húsvitj-
anir; en þar sem þær voru ekki á þessu tímabili tengdar almennri
skráningu sóknarmanna, að því er best verður séð, kom það nokkuð
af sjálfu sér að Hólabiskupar lögðu minna upp úr þeim en starfsbræð-
ur þeirra í Skálholti (sjá aftar s. 59), bæði í skiptum sínum við undir-
menn heima fyrir og yfirvöld í Kaupmannahöfn.1 Sennilega hefur
þetta um leið bitnað á því eftirliti sem prestar áttu að hafa með hátt-
erni safnaðarins; a.m.k. er svo að sjá sem hvorki biskup né margir
undirmanna hans hafi gert sér rellu út af ýmsu háttalagi fullorðinna
sem særði píetíska samvisku manna eins og Porsteins Péturssonar á
Staðarbakka.2 Kirkjustjórnarráðið fann raunar að því berum orðum
1758 við eftirmann Halldórs, Gísla Magnússon biskup, að vísitasíu-
skýrsla hans frá árinu áður segði næsta lítið um „saavel Lærernes som
Tilhorernes Tilstand og Fremvext i det aandelige..." og mæltist til
þess að úr yrði bætt.3
Reglufesta í Skálholtsstifti
Eins og áður er komið fram, skilur margt á milli Hólastiftis og Skál-
holtsstiftis hvað varðar færslu sálnaregistra og þá um leið eftirlit
presta með lögboðinni kristindómsfræðslu safnaðarins. Mismunur-
inn er svo áberandi að ekki er út í hött að segja að tvenns konar skrif-
ræðishefðir hafi mótast um það leyti sem ráðist var í að koma á vísi að
nútímalegu regluveldi á íslandi.
Pegar á heildina er litið, blasir við að Skálholtsbiskupar hafa á
þessu sviði framfylgt reglum sem fóru miklu nær bókstaf laganna en
sú framkvæmd er mótaðist undir handarjaðri biskupanna á Hólum.
Um þetta verða nú rakin nokkur dæmi.
Gagnstætt því sem átti sér stað í Hólastifti gerðu Skálholtsbiskupar
yfirvöldum ekki skilagrein fyrir uppfræðslu ungdómsins með saman-
tekt fræðsluskráa. Eins og lög gerðu ráð fyrir, sendu þeir kirkjustjórn-
arráðinu aðeins árlega skýrslu yfir confirmatos, þ.e. þá sem fermdust á
1 Sjá aftanmálsgr. 7.
2 Sjá Þjskjs. KI-9 (1751-1752): Bréf Þorsteins Péturssonar til GKIC, 12/9 1751. Hér
klagar prófastur yfirmann sinn, biskupinn, leynt og ljóst fyrir Iinkind og skort á
siðavendni. Sjá ennfr. [Þorsteinn Péturssonj Sjálfsævisögu .... 124-27, 131, 175-77.
3 Þsjkjs. Bps. B V, nr. 22 (1746-1791): Bréf GKIC til G.M., 1/7 1758.