Saga - 1987, Page 63
VIÐ RÆTUR KIRKJULEGS REGLUVELDIS Á ÍSLANDI
61
m a. hafa áminnt presta um „at holde Siæle-Registret og de ovrige
Ministerial Boger regulair" sem og um húsvitjanir. Varðandi þessar
síðarnefndu kveður hann suma prestana „have saa besværlige Sogn-
er og fattige Kald, at de kand næppe uden eengang om Aaret gióre
Huusbesógelse}
Skýrslur Ólafs biskups - sem taka til alls Skálholtsstiftis - bera með
sér að hann hefur sjálfur tekið slíkar áminningar alvarlega. Um leið
og hann gerir grein fyrir vísitasíu einstakra prestakalla, tilgreinir
hann yfirleitt hvort sóknarprestur haldi „de allernaadigst anbefalede
Ministerial Boger" eins og oftast er kveðið að orði í skýrslunum. Svo
sem nánar verður vikið að síðar (sjá bls. 65-69), vitna skýrslurnar um
það að „ministerialbækur" hafi þá þegar verið haldar í einhverri
mynd í flestum prestaköllum. Skv. hinni afmörkuðu merkingu orðs-
ins „ministerialbók" mætti ætla að hér væri aðeins átt við prestsþjón-
ustubók; en flest bendir til að biskup hafi látið orðið ná jafnframt yfir
sálnaregistur. Til marks um þetta er einkum eftirfarandi: 1) Á nokkr-
um stöðum í vísitasíuskýrslum sínum kemst biskup svo að orði að til-
tekinn sóknarprestur haldi ministerialbækur „undtagen" eða „for-
uden Siæle-Registeret".1 2 í skýrslu sinni af yfirreið um Kjalarnes 1751
kemst biskup t.d. svo að orði (þar sem hann greinir frá vísitasíu Laug-
arness) að presturinn haldi ministerialbækur „foruden Siæle-Regist-
eret, som icke var endnu til, hvilket de [presturinn og kapellán hans]
lovede at fóre til rette."3 2) í niðurlagi skýrslu sinnar til kirkjustjórnar-
raðsins frá 1751, sem áður er vitnað til, talar biskup um „Sjæle-Regist-
eret og de övrige Ministerial Boger...". 3) í því eina tilviki þar sem
unnt er, á grundvelli varðveittra kirkjubóka, að ganga úr skugga um
merkingarmið heitisins „ministerialbækur" í skýrslum biskups, reyn-
ast þær rúma bæði prestsþjónustubók og sálnaregistur. Hér er um að
ræða Kálfafellsprestakall í Fljótshverfi4 sem biskup vísiteraði í júní
1 Þjskjs. KI-9 (1751-1752): Vísitasiuskýrsla Ólafs Gíslasonar fyrir árið 1750, 24/71751.
- Vert er að geta þess að þegar árið 1747, 24. ágúst, sendi Ólafur biskup próföstum
hréf þar sem þessir síðamefndu voru áminntir um að líta eftir að prestamir
„halldi... þær bækur, ásamt sálnaregistrinu, sem um er getið Art: 31" [í erindisbréfi
handa biskupum], sjá afrit í Kirknasafn IX, sbr. tilv. í nmgr. 40.
2 Þjskjs. KI-9 (1751-1752): Vísitasíuskýrsla Ólafs Gíslasonar fyrir árið 1751, 13/12
1751, fylgir með bréfi dags. 27/7 1752. (Sjá heimildarst. 5: Hvalsnes; 6: Utskálar; 24:
Hvammur.)
3 Sama skjal. (Sjá heimildarst. 11: Laugarnes.)
^ Sjá aftanmálsgr. 9.