Saga - 1987, Page 64
62
LOFTUR GUTTORMSSON
1749. Prestsþjónustubók Kálfafells er varðveitt allt frá 1746 og sóknar-
mannatal frá 1748.1 (Sjá 2. mynd.) Á eftir færslunni yfir árið 1748 hef-
ur biskup áritað sóknarmannatalið eins og til var ætlast; en í vísitasíu-
skýrslunni segir aðeins stuttlega um hið mjög svo samviskusamlega
bókhald sóknarprestsins, Porleifs Bjarnasonar: „... og holder nöje
Ministerial Bogerne".2
Óskandi hefði verið að skýrslur biskups veittu gleggri vitneskju en
raun ber vitni um gæði ministerialbókanna, þar sem þær fyrirfundust
á annað borð. Oftast fær maður að vita það eitt að þær séu haldnar í
prestakallinu, en stundum er bætt við að prestur haldi þær „rig-
tigen", „retskaffent", „lovligen", „ordentlig" o.s.frv., eða þvert á
móti „icke akkurat", „uordentlig", „irregular". í samanburði við
eftirmann sinn, Finn Jónsson, virðist Ólafur biskup ekki hafa verið
ýkja kröfuharður um frágang kirkjubókanna. Aftur á móti þarf ekki
að draga í efa að hann hafi á yfirreiðum sínum, eins og hann greinir
sjálfur frá (sbr. framar s. 59), látið presta leggja fram sálnaregistur,
þar sem því var til að dreifa, og skráð hjá sér upplýsingar eftir því,
einkum varðandi kunnáttu ungdómsins. í samræmi við þetta - sem
og raunar ákvæði í erindisbréfi handa biskupum (9.gr.) - tilgreinir
biskup lauslega í skýrslum sínum tölu ungdóms í hverju prestakalli
(t.d. „omtrent 30", „imellem 30 og 40") og gefur almenna umsögn um
kunnáttu hans í lestri og kristindómi. Pannig var sálnaregistrið þegar
í upphafi virkt tæki í höndum yfirvalda til eftirlits og taumhalds, sér-
staklega hvað áhrærir fræðslu ungmenna.
Umburðarbréf og vísitasíuskýrslur Finns Jónssonar veita samt mun
gleggri mynd af þvf hvernig skráning sóknarmanna hefur tengst eftir-
litshlutverki biskupa (og prófasta). Finnur biskup náði að ríða yfir
meginhluta Skálholtsstiftis fyrir lok þess tímabils sem hér ræðir um,
allt frá Múlasýslu (syðsta hluta) 1755 til ísafjarðarsýslu 1761.3 í hinum
mjög svo fróðlegu skýrslum hans er yfirleitt tiltekið sérstaklega
hversu hátti til um sálnaregistur auk ministerialbóka í einstökum
1 Sjá aftanmálsgr. 10.
2 Þjskjs. KI-8 (1750): Vísitasíuskýrsla Ólafs Gíslasonar fyrir árið 1749,16/12 1749, með
bréfi dags. 25/7.
3 Skv. erindisbréfi var til þess ætlast að Skálholtsbiskup vitjaði allra kirkna í umdæmi
sínu á 5-6 ára bili, sjá Lovs. for Isl. 2, 652. Á umræddu tímabili tókst Finni Jónssyni
nokkurn veginn að framfylgja þessu ákvæði.