Saga - 1987, Page 65
VIÐ RÆTUR KIRKJULEGS REGLUVELDIS Á ÍSLANDI
63
prestaköllum.1 (Sjá aftar töflur 1-3.) Þetta er til marks um hve biskup
áleit húsvitjunina og skráningu á niðurstöðu hennar skipta miklu
máli fyrir þá fræðsluherferð sem hann stóð fyrir.2 Álit hans kemur
m-a. vel fram í umburðarbréfi sem hann sendi prófasti og prestum í
Árnessýslu 1756, að undangenginni yfirreið þá um sumarið:
• • • so naudsynlegt og ómissande helld ég þad sie, ad þad góda
og vigtuga Verk Húsvitianen, sie yduglega, vel og sköruglega
framkvæmd, hvert þó margir á vorum dögum, bædi leikir og
lærdir, hata og hallmæla sem nockurskonar ónaudsynlegri
Nýung... En... nær fær Presturinn betur hentugleika til ad
komast ad riettri þeckingu sinna Sóknarbarna, bæði á andlegu
og líkamlegu Tilstandi... Því rádlegg ég alúdlega og tilseigi
alvarlega, ad þetta viktuga Naudsynia Verk, sie á eingann
máta forsómad helldur iduglega framkvæmt...3
í þessu sama bréfi brýndi Finnur biskup jafnframt fyrir prestum, með
hlvísun í húsvitjunartilskipunina, að færa sálnaregistur „yfir gamla
°g unga, gipta og ógipta... þar sem hún [skráin] er ei til, þá Prestarnir
kannske ei vita, hvad margar Manneskiur eru á hverium bæ, og jafn-
vel þeckia ei allt sitt Sóknarfólk, þá má nærri gieta, hvad trúlega og
med hvad mikilli Kostgiæfni sjálf Húsvitianen giörd sie." Með öðrum
°rðum, krafa biskups hljóðaði skýlaust upp á almenna skráningu
sóknarmanna. 1 því sambandi varaði hann presta við að láta orðalag
enndisbréfsins (31. gr., sbr. framar s. 50) villa um fyrir sér.4 Sálnare-
Sistrið átti að gefa alhliða mynd af ásigkomulagi safnaðarins skv.
þeim greinum sem húsvitjunartilskipunin mælti fyrir um.
Vísitasíuskýrslur Finns biskups sýna ljóslega hvernig kirkjubæk-
Urnar hafa tengst eftirgrennslan hans á yfirreiðum. í niðurlagi áður-
nefndrar skýrslu fyrir árið 1756 segir að „Det forste Jeg paa hvert Stæd
foretog mig var at giennemsee Præstens Bibliotek, hans Prædikener,
Gagnstætt fyrirrennara sinum notar Finnur biskup þannig „ministerialbók" oftast í
afmarkaðri (viðurkenndri) merkingu orðsins, þ.e. yfir prestsþjónustubók ein-
8°ngu. Stundum talar hann þó um „SiæleRegistret og andre Ministerial Böger."
^já Loftur Guttormsson: „Læsefærdighed og folkeuddannelse ...", 156-59.
Þjskjs. Bps. A IV, nr. 33 (1756-1795): Umburðarbréf Finns Jónssonar til prófasts og
kennimanna í Ámessýslu, 16/12 1756. (7. liður.)
Þjskjs. Bps. A IV, nr. 33 (1756-1795); Umburðarbréf Finns Jónssonar til prófasts og
Pmsta í Kjalamesþingi, 25/11 1758. (10. liður.)