Saga - 1987, Page 68
66
LOFTUR GUTTORMSSON
Töflur 1-3 birta að mörgu leyti merkilegar niðurstöður. Skal nú far-
ið um þær nokkrum orðum.
1. Um miðbik aldarinnar, fáeinum árum eftir að kirkjubókhald var
lögfest hér á landi, hefur færsla prestsþjónustubóka verið orðin
almenn í Skálholtsstifti. í öllum prestaköllum, þar sem Ólafurbiskup
víkur á annað borð að „Ministerial-Boger" í skýrslum sínum, fyrir-
fundust þær í einhverri mynd. Hið sama leiddi í ljós athugun Finns
Jónssonar á árunum 1755-1758, aðeins með einni undantekningu.1
Pað sýnir sig jafnframt að prestsþjónustubækur hafa ekki varðveist
nema úr tæplega fjórðungi umræddra prestakalla; hlutfallið milli
framleiðslu þeirra og varðveislu reynist með öðrum orðum vera
nálægt 4:1.
Pessi niðurstaða stangast berlega á við það sem fræðimenn hafa
áður ætlað á um færslu prestsþjónustubóka á þessu tímabili. í áður-
nefndri grein, sem Hallgrímur Hallgrímsson skrifaði fyrir liðlega
hálfri öld, segir svo um þetta efni:
Lítur helst út fyrir, að fjöldi presta hafi vanrækt að fylgja
tilskipuninni [frá 1746] og að biskuparnir hafi lítið látið til
sín taka um þetta mál... Þó að vanhirða presta og biskupa
um þetta mál hafi sjálfsagt verið mikil, þá er þó harðla ólíklegt,
að allur fjöldi kirkjubóka fyrir tímabilið 1747-1785 hefði
glatazt, ef bækurnar hefðu á annað borð nokkurn tíma verið
til.2
I sömu átt hnígur ályktun Jóns Guðnasonar þar sem hann fjallar í inn-
gangi að Skrám Þjóðskjalasafns um kirkjubókhald á tímabilinu 1751-
1780:
En þó að áætlað sé sem ríflegast um bókaglötun, þá verður að
teljast fullvíst, að fjöldi presta, sennilega meiri hluti þeirra á
þessu tímabili, hafi látið ógert að halda prestsþjónustu- og
húsvitjunarbækur.3
í ljósi þeirrar vitneskju sem skýrslur biskupa veita er auðsætt að þess-
ir fræðimenn hefðu komist að annarri niðurstöðu ef þeir hefðu kynnt
sér vitnisburð þeirra. En eins og í pottinn var búið hafa þeir báðir gert
sér rangar hugmyndir um sambandið milli framleiðslu og varð-
1 Sjá aftanmálsgr. 13.
2 Hallgrímur Hallgrímsson: Tilv. gr., 166.
3 Prestsþjónustubækur og sóknarmannatöl (1953), 10.