Saga - 1987, Page 75
VIÐ RÆTUR KIRKJULEGS REGLUVELDIS Á ISLANDI
73
um, sbr. framar s. 50] og 4. eitt almennilegt Siele Registur yfir
gamla og unga gipta og ogipta hvar í undir vissum Rubriquer
anfærast á, hvers eins Nafn, Fródleiki, Alldur, Stand og
Fíegdan...1
í framhaldi af þessu fyrirskipaði biskup, svo sem áður segir (sbr. aft-
anmálsgr. 11), þeim prestum er hann hafði reynt að brigðum við
ofangreind ákvæði að senda sér útdrátt úr sálnaregistrinu, að viðlögð-
um sektum. í skýrslu hans til kirkjustjórnarráðsins kemur fram að all-
lr Prestar í prófastsdæminu hafa hlýtt þessu boði „undtagen 2, hvilke
suden begge med en liiden Mulct til fattige Præsteenker blev anseete,
hvoraf de lærte at hlyde."2 Með því að beita við undirmenn sína
ogunarmeðulum í einveldisstíl þóttist biskup þannig hafa knúið þá til
að framfylgja lagaákvæðum um skráningu sóknarmanna.
Ekki hafa þó slík meðul dugað til að temja alla sóknarpresta í Ár-
nessýslu við reglur skrifræðisins. Eftir að hafa riðið yfir umdæmið
öðru sinni, árið 1762, lét Finnur biskup út ganga nýtt umburðarbréf til
kennimanna. Hér kemur fram að „Sálna-Registrin voru sumstadar ei
og sumstadar ei vel inrettud..."3. Orðalagið ber með sér að sóknar-
mannaskráningu hafi raunar fleygt nokkuð fram frá 1756 en nokkrir
sóknarprestar sinni henni ekki enn og öðrum farist hún klaufalega úr
hendi. Enn hótaði biskup hlutaðeigendum straffi jafnframt því sem
hann veitti þeim nú uppbyggilega leiðsögn:
■ •. þad eingen kunne því vid ad beria ad han vite ei hvörnen
han eige þad [sálnaregistrið] ad inretta, þá infærest hier þess
form þeim sömu til efterriettingar.4
Ernrætt „form" sem fylgdi umburðarbréfinu til Árnespresta var ekki
nýtt af nálinni: biskup hafði fyrst lagt það fram síðla árs 1758 í
umburðarbréfi til kennimanna í Kjalarnesþingi (sjá 3. mynd). í bréf-
>nu sem hann sendi að aflokinni yfirreið um umdæmið greinir svo frá
tildrögum:
1 Þjskjs. Bps. A IV, nr. 33 (1756-1795): Umburðarbréf Finns Jónssonar til kennimanna
1 Árnessýslu, 16/12 1756.
3 ?^'s' Át-22 (1756): Vísitasíuskýrsla Finns Jónssonar yfir Árnessýslu, 23/9.
jskjs. Bps. A IV, nr. 33 (1756-1795): Umburðarbréf F.J. til prófasts og presta í Ár-
nessýslu, 1/12 1762.
4 Safua skjal.