Saga - 1987, Page 77
VIÐ RÆTUR KIRKJULEGS REGLUVELDIS Á ISLANDI
75
fyrirfannst ekkert sálnaregistur í Hvalsnesprestakalli. Sjö árum síðar,
þegar Finnur Jónsson vitjaði Hvalsness í sömu erindagerðum, hafði
ekki úr þessu ræst. Nýr prestur var þá tekinn við kallinu, Eiríkur
Bjarnason; hann hafði hafnað þar í árslok 1755 eftir að hafa þjónað í
meira en tuttugu ár mörgum fátækum brauðum nyrðra og eystra.1
Skv. vísitasíuskýrslu hefur biskup veitt honum þungar ákúrur fyrir
slælega frammistöðu í starfi og hótað honum straffi ef hann gerði ekki
bót og betrun.2 Vitnisburður Ólafs biskups er fyrir því að fyrirrennari
sr. Eiríks hafði haldið ministerialbók en ekki sálnaregistur. Eitthvað
hefur klerkur bætt ráð sitt við umvandanir Finns biskups: í uppskrift
frá 1832 (eftir Sigurð B. Sívertsen) er varðveitt ófullkomið sálnaregist-
ur sr. Eiríks - yfir Hvalsnessókn og hluta Njarðvíkur sem var önnur af
fveimur annexíum Hvalsness - eftir „Husvitian 1758."3 Hér má jafn-
framt benda á að elsta sálnaregistur Reykjavíkur og Laugarness er frá
þessu sama ári, að öllum líkindum skráð í kjölfar ofannefndrar yfir-
reiðar Skálholtsbiskups.4
Svipað sýnist hafa gerst í Tröllatunguprestakalli (sbr. t. 3, Stranda-
sýsla). Þegar biskup vitjaði staðarins í ágústlok 1758, fyrirfannst þar
ekkert sálnaregistur; „... dette vilde præsten [Ásgeir Jónsson, gegndi
brauðinu 1758-1767] icke sig tilregne saa som hand icke uden 3 maan-
eder hafde tient i Kaldet."5 Árið eftir hefst sálnaregistur það sem sr.
Asgeir færði síðan nokkuð reglulega meðan hann þjónaði þessu kalli.
Niðurlagsorð
í sagnritun okkar hefur til skamms tíma verið lögð svo rík áhersla á
almenna drætti þjóðarsögunnar að ýmis staðbundin sérkenni hafa
1 Sjá neðanmálsgr. 3 hér fyrir neðan.
2 Þjskjs. Kl-15 (1758): Vísitasíuskýrsla F.J. fyrir árið 1758, 25/7, heimildarst. 5.
3 Prestsþjónustubækur og sóknarmanmtöl. XVII. Kjal. 2, sóknm.tal 1758-1790. - í upp-
skriftinni eru aðeins skráð bæja- og mannanöfn. - Elsta varðveitta prestsþjónustu-
t>ók Hvalsness hefst aftur á móti ekki fyrr en 1766, eflaust færð af Þorkatli Ólafssyni
sem tók við brauðinu af Eiríki þetta sama ár.
4 Sama skrá: VIII. Kjal. 5. Reykjavík. Sóknm.tal 1758. - Registrið er reyndar mjög
°reglulegt að allri gerð: flestir húsráðendur eru (Iíklega) taldir sér, aðgreindir eftir
kyni (karlar 41 og kvenmenn 21), án þess að heimilis sé getið. Síðan kemur, undir
fyrirsögninni „Salna Regestur í Seltiarnarnes Soknum", nafnaruna 267 einstaklinga
a aldursbilinu 2-57 ára ásamt umsögn í viðeigandi dálkum um lestrar- og kristindóms-
kunnáttu þeirra. Greinilega hefur prestur átt margt ólært í gerð sálnaregisturs!
Varðandi tilvísun, sjá t.3, Heimildir.