Saga - 1987, Síða 81
VIÐ RÆTUR KIRKJULEGS REGLUVELDIS Á ISLANDl
79
(eftir atvikum).1 Hefði þeim verið gefinn kostur á hagkvæmara skrán-
lngarformi, í líkingu við það sem sænskir prestar fengu í hendur,2 má
gera ráð fyrir að færslurnar hefðu orðið miklu samfelldari en raun ber
nu Vltni. Með því að láta í té sýnishorn til eftirbreytni gerði Skálholts-
biskup vissulega sitt til þess að undirmenn hans gætu svarað hinum
nýju regluveldiskröfum; en samanborið við sænsku kirkjuna, sem átti
að baki alllanga skrifræðishefð þegar hér var komið sögu, verður ekki
annað sagt en þessar fyrirmyndir hafi verið harla frumstæðar í tækni-
legum skilningi. Þessa gjalda nú þeir sem hafa enn ástæðu til að leita
á náðir sóknarmannatala frá 18. öld.
Aftanmálsgreinar
1 Þar sem umburðarbréfið, dags. 19/4 1748, finnst ekki í skjalasafni Hólastóls, er
vitnað til þess hér eftir afskrift í kópíubók („Ein Documenta-Book...") Grundar- og
Möðruvallaprestakalls 1748-1810, Pjskjs. Kirknasafn XVIII. 14. D.I.: „Circulair bref
Veledla hr. Halldors Brinjolfssonar 1748 til Prófastsins i Vadlasyslu sr. Þorsteins
Ketilssonar." Nefna má að sr. Þorsteinn Pétursson getur umburðarbréfsins í Sjálfs-
ævisögu... (1947), 114. - Ásamt „Formulaire uppa Salna Registur yfir Ungdomen"
er fært á sömu síðu í kópíubókinni „Töfluform yfer gipta, fædda og dauda" sem
prestar áttu sömuleiðis að senda prófasti, skv. umburðarbréfinu, útfyllt á ári
hverju, sbr. framar s. 56.
Þegar þessi tvö dæmi eru athuguð, hvort í sínu lagi, í réttu heimildasamhengi,
koma þau fyrir sjónir sem ómarkvissar tilraunir til almennrar sóknarmannaskrán-
lngar. Registrið yfir Rípurprestakall, sem taldi tvær sóknir, finnst í bók sem hefur
upphaflega (frá 1756) verið notuð jöfnum höndum sem kópíu- og prestsþjónustu-
bók. Um mitt ár 1759, þegar skipti urðu á prestum í kallinu, hefur sá fráfarandi
(Jón Jónsson) fært „Mantals Registur" yfir flestöll sóknarbömin - án þess þó að
skrá upplýsingar um aldur og kunnáttu húsráðenda. Eftirmaðurinn (Sigfús Sig-
urðsson), sem tók hér við sínu fyrsta brauði og þjónaði því til 1769, hefur svo fært
nokkurn veginn fullgilt sálnaregistur 1762 og aftur 1764, þá reyndar aðeins yfir
aðra sóknina. Síðast hefur hann fært registrið 1766 en nú bregður svo við að einu
upplýsingamar sem það geymir, fyrir utan nöfn sóknarmanna, er aldur þeirra sem
eru 20 ára og yngri. Þar með hefur skráin verið farin að gegna sama meginhlut-
verki og vanalegt ungdómsregistur. - Hrafnagilsdæmið sýnir svipaða niðurstöðu
þott það komi fram í öðm samhengi: Allt frá 1753 höfðu sóknarprestamir, fyrst
orsteinn Ketilsson og síðan (frá 1754) Erlendur Jónsson, fært sálnaregistur yfir
ungdóminn reglulega fram til 1768. Næsta ár byrjar sr. Erlendur nýja „Sálna Re-
8>sturs Bok... sem hefur ine ad hallda nofn, alldur og asigkomulag, gamallra og
ungra á hvörium bæ í sóknunum [Hrafnagili og Kaupangi]...". Viðþennanásetn-
Efnahagsleg staða sóknarpresta skiptir hér meginmáli: í skýrslum sínum til yfir-
Valda í Kaupmannahöfn verður biskupum þannig oft vísað til basls og armóðs
margra þeirra til skýringar á ýmsu því sem aflaga fór í embættisfærslu.
n)á aftanmálsgr. 20.