Saga - 1987, Síða 84
82
LOFTUR GUTTORMSSON
icke ret anseelige... De andre boger var vel indrettede." Pegar biskup vísiteraði
Kálfafell 23. sept. 1755 og vottaði skoðun með áskrift í sálnaregistrið, hafði það
ekki verið fært síðan í júní 1753, þ.e. í tíð Þorleifs Bjarnasonar fyrrv. sóknarprests
(sbr. aftanmálsgr. 10). Fyrsta skráning eftirmanns hans, Jóns Bergssonar sem tók
við kallinu 1754, er frá því í desember 1755. Umsögn biskups sýnir að hann hefur
látið þetta gott heita!
13 Eina undantekningin sem um getur í skýrslum Finns biskups yfir prófastsdæmin
fjögur, sem t. 1-3 sýna, er Gaulverjabær, sjá t. 2, prestakall nr. 2. Við þessu fjöl-
menna prestakalli hafði þá nýtekið (1756) Jón Teitsson, sem verið hafði prófastur
í Barðastrandarsýslu og gegndi nú aftur sömu stöðu í Árnesþingi. Fyrirrennari
hans þar, Ingimundur Gunnarsson (f. um 1700, vígður til prests 1728), hafði þó að
sögn) Ólafs Gíslasonar haldið „Ministerial-Böger", að vísu „icke akkurat indrett-
ede." Á yfirreið sinni fann Finnur biskup engar kirkjubækur í Gaulverjabæ,
„hvilke Feel og Manque...ts med tiden vil rettes og forbedres", sjá tilv. vísitasíu-
skýrslu yfir Árnessýslu. -Til þess að sannprófa hvort ekki mætti alhæfa umrædda
niðurstöðu fyrir Skálholtsstifti í heild, voru athugaðar vísitasíuskýrslur yfir tvö
prófastsdæmi til viðbótar, Kjalames- og Mýraprófastsdæmi ( sjá varðandi hið fyrr-
nefnda skýrslu Ó.G.: KI-9 (1751-1752), 27/7 1752, og skýrslu F.J.: Kl-15 (1758), 28/
7; varðandi hið síðamefnda skýrsla Ó.G.: sama skjalanr. og ofangreint, og skýrslu
F.J.: KI-16 (1759), 1/8, -17 (1760), 23/7. Hvað áhrærir þessi tvö prófastsdæmi sem
athuguð voru til samanburðar, þá er tekið fram skýlaust í skýrslum Finns biskups
um eitt prestakall, Staðarhraun í Mýrasýslu, að það hafi ekki prestsþjónustubók,
gagnstætt því sem var í tíð Ólafs Gíslasonar. Varla er það tilviljun að vöntunin
tengist hér enn prestaskiptum: nýi presturinn (Sigurður Þorleifsson) var ókominn
þegar Finnur biskup vitjaði staðarins. Þótt dauðsfall hafi í báðum þessum tilvikum
verið orsök prestaskiptanna, er líklegt að bækurnar sem hinir fráföllnu prestar
höfðu haldið hafi ruglast saman við reytur þeirra skv. því gamalgróna viðhorfi að
þær væru persónuleg eign prestsins en ekki kirkjunnar sem hann þjónaði hverju
sinni, sjá Prestsþjónustubækur og sóknarmannatöl („Inngangur"), 6. (Upplýsingar um
æviatriði presta og brauðaskipti eru hér sem annars staðar í ritgerðinni hafðar eftir
Sveini Níelssyni: Prestatal og prófasta á íslandi (1950), og Páli Eggert Ólasyni: íslenzk-
ar æviskrár ...)
14 Finna má dæmi þess að mat Ólafs biskups stangast að þessu leyti á við skoðun
eftirmanns hans, sjá t.d. t. 2, prestakall nr. 14, og t. 3 (Dalaprófastsdæmi), presta-
kall nr. 1. Ósennilegt er að skoðanamunur biskupa stafi hér af því að hlutaðeig-
andi prestar hafi gerst með tímanum hysknari við bókhaldið.
15 Eftir að hafa þjónað Grímseyingum um hríð og verið m.a. kapellán hjá sr. Þor-
steini Ketilssyni, móðurbróður sínum, á Hrafnagili, fékk Eiríkur Skorrastað 1747.
Þar hitti Ólafur biskup hann fyrir á yfirreið sinni um Austurland 1748; að sögn
biskups hélt prestur þá „Ministerial Böger", sjá KI-7 (1749), 10/4, heimildarst. 17.
Árið 1751 fékk Eiríkur Þvottá, eitthvert vesælasta brauðið í öllu stiftinu. Á yfirreið
sinni 1755 fékk Finnur Jónsson prest til að segja af sér „saasom alting fandtes udi
heel slet tilstand...". (KI-12 (1756), 2/8, heimildarst. 6.) Að öðru leyti segir hér ekk-
ert um kirkjubókhald Eiríks en geta má nærri að það hafi ekki verið upp á marga
fiska.
16 í framhaldi af almennum fyrirmælum, sem Hannes Finnsson biskup gaf á presta-
stefnu (monita synodalia) á Þingvöllum í júlí 1783 um kirkjubókhald - með þeim
rökum að „prestanna ministerialbækur og sálnaregistur finnast víða svo á sig
komin, að þau kunna ei til langframa að conserverast" - sendi hann klerkdómin-
um í Skálholtsstifti umburðarbréf, dags. 2. jan. 1784, um form prestsþjónustu- og